Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 31
má sögum Sigurjóns, því þar eru menn metnir eftir „ærgöfgi", sá þykir
mestur sem flestar á ærnar (II, 33).
Réttmætt hatur?
Þórbergur Þórðarson var helsti jafnaðarmaður þriðja áratugarins af rithöf-
undum, og kannski má segja að Sigurjón Jónsson og Theódór Friðriksson
hafi komið þar næstir. Mestur er ákafi þessara höfunda gegn vondum
kaupmönnum og bankavaldinu, en margir fleiri fá auðvitað á baukinn í
leiðinni. En enginn þessara þriggja manna býður upp á lausn sem féll í þann
jarðveg sem skapaðist eftir 1930, með kreppuárunum. Þórbergur reyndi að
halda því fram í lengstu lög að kratar og kommúnistar ættu samleið, en
reyndin varð önnur. Sigurjón virðist vera sama sinnis, enda komu fyrrnefnd-
ar bækur þeirra út fyrir miðjan þriðja áratuginn þegar sérstaða kommúnista
var varla orðin ljós. Jafnaðarmenn réðust fyrst gegn kaupmönnum og
bönkum, en það kom í hlut Halldórs Laxness um og eftir 1930 að færa út
kvíarnar yfir á svið frumframleiðslugreina, því hann beindi spjótum sósí-
alista að útgerðar- og sveitaauðvaldinu. Halldór lagði áherslu á að jafnaðar-
stefna snerist um vísindalegt og hagkvæmt þjóðskipulag en ekki um vonda
eða góða einstaklinga.
Ef maður veltir fyrir sér Ingólfseðlinu og Hjörleifseðlinu í sambandi við
Lífog blóð (1928), helstu sögu Theódórs Friðrikssonar frá þriðja áratugnum,
má segja að hetjur hans séu Ingólfsmenn, rétt eins og hetjur Sigurjóns
Jónssonar. Kappinn Stevenson sem kemur frá Ameríku og reisir fátæklinga
við á „Ósnum“ í sögu Theódórs er dæmigerður einlyndur maður, marksæk-
inn í hefndarþorsta sínum; hann á kaupmanni staðarins grátt að gjalda. Og
kannski má segja að hegðun kaupmanns og sonar hans minni á marglyndu
manngerðina, þeir eru ekki ýkja stefnufastir, og þeir eru kvensamir, en
umfram allt eru þeir þó ósvífhir og illa innrættir.
Aflvakinn í sögu Theódórs er hatrið, og hetjunni finnst í raun réttri að
Brandur kaupmaður sé réttdræpur af verkum sínum, „Þetta er blóðhefnd,“
segir hann (bls. 100). Það voru nú ekki margir íslenskir höfúndar sem
voguðu sér beinlínis að boða blóðsúthellingar á þessum bolsévísku árum; en
Theódór styðst hér við kenningu Sigurðar Nordals um að kristnin hafi spillt
eðliskjarna íslendinga og fyrirgefning verið sett í stað norrænnar hefndar
(TF, 99). Árið 1925 hafði Sigurður sagt í ritdeilunni við Einar Kvaran að
réttara væri að hata óréttlætið en sættast við það. En ekki virðist nú líklegt
að Sigurður og skoðanabræður hans hafi hugsað sér að hinn nýrómantíski
eða þjóðlegi haturshugur ætti að beinast gegn kaupmannastéttinni sérstak-
lega, og er engu líkara en að Theódór sé hér að stríða þessum mönnum eða
TMM 1994:4
29