Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 47
ríkasta staðreynd tilveru okkar. Og eins vegna þess að stórþjóðamenn taka
gjarna þjóðartilveru sína sem gefnum hlut, þeir þurfa sjaldan að óttast um
að hún sé í háska—hvort sem væri vegna ofsókna og þjóðamorða eða þeirrar
„friðsamlegu“ þróunar sem lætur stærri þjóðir gleypa Baska, Bretóna, gel-
ískumælandi Hálendinga og aðrar smáar jaðarþjóðir Evrópu. Tékkneski
rithöfundurinn Milan Kundera lýsir þessu ágætlega í viðtali við Friðrik
Rafhsson hér í tímaritinu (TMM 1985, bls. 358). Hann minnir á það að
smáþjóð sé svo í heiminum sett að hún verði sífellt að velta fyrir sér
tilverurökum sínum: "Enginn Rússi eða Ameríkani spyr sig spurninga eins
og: væri ekki betra að vera einhver annar? eða: hefur heimurinn einhverja
þörf fyrir mig? Þeir eru, eru til og dettur aldrei í hug að spyrja slíkra
spurninga. Þess vegna eru þeir svolítið heimskari en við!"
Þjóðernishyggja til góðs og ills
Manndráp sem margir standa að í sameiningu og eru ekki aðeins
leyfileg, heldur er í raun mælt með að framin séu, reynast miklum
meirihluta manna ómótstæðileg freisting.
Elias Canetti (Masse und Macht)
En þó menn afneiti ekki beinlínis þeirri staðreynd sem þjóðerni er í lífi
manna, þá vilja þeir í þeirri umræðu sem nú er mest í tísku helst ekki
viðurkenna, að neitt gott fylgi þessari staðreynd. Nema kannski viss fjöl-
breytni í matseðlum veitingahúsa og þeirri músík sem spiluð er meðan étið
er (ungverskt gúlass og czardas með!). Áhersla á mikilvægi þjóðernis er
þjóðernishyggja, nasjónalismi, segja þeir, og hún er ill, hún leiðir sýknt og
heilagt til fjandskapar milli þjóða, yfirgangs, kúgunar og styrjalda.
Allt getur það gerst, mikið rétt. En hér er margt málum blandað.
f fýrsta lagi: gleymum því ekki, þegar fjallað er um árekstra í sögunni, að
til er þjóðernishyggja sem kúgar og önnur sem stefnt er gegn kúgun. Stór-
rússnesk þjóðremba og heimsveldishyggja gleypti í lok átjándu aldar stóran
hluta Póllands og tók síðan af Pólverjum mörg réttindi sem þeir höfðu notið.
Þegar svo Pólverjar gerðu, í nafni sinnar þjóðernishyggju vitanlega og
draums um endurreisn Póllands, hvað eftir annað uppreisn gegn Rússakeis-
ara á nítjándu öld, hefði þá átt að fordæma þá fýrir fjandskap við Rússa og
fyrir að efna til blóðsúthellinga? Það gerðu menn keisarans náttúrlega og að
líkindum ýmsir varfærnir „realpólitíkusar“ hér og þar i Evrópu, en ekki
margir aðrir.
í annan stað: skelfilegustu styrjaldir og nokkur mestu þjóðamorð sögunn-
ar eru ekki tengdar þjóðernishyggju. Spánverjar útrýmdu ekki drjúgum hluta
TMM 1994:4
45