Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 73
Nú hafa lesendur mínir fullan rétt til að spyrja: Ef þjóðernissinnaða sagan var svona ófullkomin, hvernig stendur þá á því að engar sögur íslendinga hafa verið lesnar meira eða lengur en söguyfirlit Jónasar Jónssonar og Jóns Aðils,25 bæði átakanlega einföld í þjóðernishyggju sinni? Hvernig stendur á því að þjóðarsagan hefur sjálfsagt aldrei verið í meiri metum á íslandi en einmitt meðan viðhorf þeirra ríktu? Ég gæti svarað því að vinsældir séu ekki það sama og ágæti, og oft verði þær skáldsögur vinsælar sem svokölluðum bókmenntamönnum þykja ómerkilegar. En sjálfum þykja mér þessar bækur of góðar, á sinn hátt, til þess að það sé réttmætt eða fullnægjandi svar. Frekar hallast ég að því að segja að einstöku sinnum verði slík samstilling í lífi samfélaga, að þau þoli einhliða sögu og helst enga sögu aðra. Meðan íslend- ingar voru að fást við það gífurlega verkefni að skipa sér í hóp sjálfstæðra, tæknivæddra og menntaðra ríkja Vesturlanda og vinna bug á eigin vanmeta- kennd, þá voru þeir í slíkum ham. Hann hefur síðan verið að renna af þeim, og jafnframt hefur opnast gjá á milli skráðrar sögu þeirra og sjálfsmyndar. Ég er þó ekki að biðja um hlutlausa sögu í þeim skiiningi að viðtakendur hennar séu hindraðir í að taka afstöðu með eigin þjóð. í flestum góðum sögum er einhver í sögumiðju, einhver aðalpersóna sem lesendur samsama sig með að meira eða minna leyti, hvort sem framkoma hennar er betri eða verri. í sögunni af sjálfstæðisbaráttu íslendinga er sjálfsagt og óhjákvæmilegt að þessi aðalpersóna sé íslenska þjóðin. Með því er að hluta tiJ gengið út frá sjálfsskilningi viðtakenda, eins og ævinlega er gert í góðri sögu. Að því leyti sem sjálfsskilningur ungra lesenda er annar (þeirra sem eru aldir upp á íslandi af íslensku fólki), þá hygg ég að hann sé tengdur einhverju enn smærra en íslensku samfélagi. Eitt af hlutverkum íslenskrar stjórnmálasögu er að opna augu Reykvíkinga, Grafarvogsbúa, Ólafsfirðinga og Mývetninga fyrir því að þeir séu líka íslendingar. Það væri banabiti sjálfstæðisbaráttusögunnar að banna eða hindra sam- sömun íslendinga með íslendingum. Á hinn bóginn gæti það blásið nýju iífi í hana að gera þessa samsömun svolítið flóknari og sársaukafyllri en sögu- ritarar þjóðernishyggjunnar gerðu. Ég vil að íslendingar geti fundið þar sögulega rót tiifinningar sem býr líklega í okkur flestum og varla verður tjáð betur í stuttu máli en með orðum Steins Steinars:26 Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán, og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð. Ó, þú skrínlagða heimska og skrautldædda smán, mín skömm og mín tár og mitt blóð. TMM 1994:4 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.