Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 36
Guðrún Nordal íslenska ættjarðarljóðið Þegar hann gekk einn um heiðina á heiðskírum frostdögum síðla hausts, og rendi sjónum um víðáttu öræfanna, og fann hinn kalda hreina blæ fjallanna á andliti sér, þá staðreyndi hann einnig kjarna ættjarðarljóðanna, fann sig upphafmn yfir hinn smámunalega hversdagsleik bygðanna og lifði í þeirri undursamlegu frelsisvit- und sem við ekkert er líkjandi, nema ef vera skyldi við ættjarðarást sauðkindarinnar sjálfrar, sem deya mundi á fjöllum sínum, væri henni ekki smalað til bygða með hundum. Fjármaður er í eftirleit, einn uppi á fjöllum, fjarri harðneskju veruleikans og hörku brauðstritsins. Landnámsmaðurinn í heiðardalnum, innblásinn af frelsisþrá ættjarðarljóðsins, staðreynir ungmennafélagsdrauminn; draum- inn sem í vöku Bjarts í Sumarhúsum snýst í hrollkalda martröð þegar hann snýr eins og sauðkindin til byggða. Fyrirheitin sem fólgin voru í ættjarðarljóðunum eggjuðu Bjart upp á heiðina, þar sem hann sem sjálfstæður maður dirfðist að bjóða náttúruöfl- unum, Kólumkilla og forynjunni Gunnvöru, byrginn. I þessum ljóðum kraumar frelsisþráin, föðurlandsástin og trúin á mátt mannsins til að skapa sér sjálfstætt líf í landinu. Ættjarðarljóð sem ort voru á nítjándu öld hvöttu hvern íslending til dáða. Þau tjáðu orðlausa væntingu þjóðar um frelsi í landinu. Á þessum tíma vaknaði frelsisþráin um alla Evrópu og hugmyndin um einstakar, sjálfstæðar, þjóðir hreif alþýðu manna. Steingrímur Thorsteinsson barst með þessari frelsisbylgju, eins og margir ungir fslendingar við nám í Danmörku á nítjándu öld og birtir kvæðið Vorhvöt, þrungið þrótti og bjartsýni, í Nýjum félagsritum árið 1870: Nú vakna þú, ísland! við vonsælan glaum af vorbylgjum tímans á djúpi; byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum, en afléttu deyfðanna hjúpi og drag þér af augum hvert dapurlegt ský, sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný. 34 TMM 1994:4 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.