Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Page 36
Guðrún Nordal
íslenska ættjarðarljóðið
Þegar hann gekk einn um heiðina á heiðskírum frostdögum síðla
hausts, og rendi sjónum um víðáttu öræfanna, og fann hinn kalda
hreina blæ fjallanna á andliti sér, þá staðreyndi hann einnig kjarna
ættjarðarljóðanna, fann sig upphafmn yfir hinn smámunalega
hversdagsleik bygðanna og lifði í þeirri undursamlegu frelsisvit-
und sem við ekkert er líkjandi, nema ef vera skyldi við ættjarðarást
sauðkindarinnar sjálfrar, sem deya mundi á fjöllum sínum, væri
henni ekki smalað til bygða með hundum.
Fjármaður er í eftirleit, einn uppi á fjöllum, fjarri harðneskju veruleikans og
hörku brauðstritsins. Landnámsmaðurinn í heiðardalnum, innblásinn af
frelsisþrá ættjarðarljóðsins, staðreynir ungmennafélagsdrauminn; draum-
inn sem í vöku Bjarts í Sumarhúsum snýst í hrollkalda martröð þegar hann
snýr eins og sauðkindin til byggða.
Fyrirheitin sem fólgin voru í ættjarðarljóðunum eggjuðu Bjart upp á
heiðina, þar sem hann sem sjálfstæður maður dirfðist að bjóða náttúruöfl-
unum, Kólumkilla og forynjunni Gunnvöru, byrginn. I þessum ljóðum
kraumar frelsisþráin, föðurlandsástin og trúin á mátt mannsins til að skapa
sér sjálfstætt líf í landinu. Ættjarðarljóð sem ort voru á nítjándu öld hvöttu
hvern íslending til dáða. Þau tjáðu orðlausa væntingu þjóðar um frelsi í
landinu. Á þessum tíma vaknaði frelsisþráin um alla Evrópu og hugmyndin
um einstakar, sjálfstæðar, þjóðir hreif alþýðu manna.
Steingrímur Thorsteinsson barst með þessari frelsisbylgju, eins og margir
ungir fslendingar við nám í Danmörku á nítjándu öld og birtir kvæðið
Vorhvöt, þrungið þrótti og bjartsýni, í Nýjum félagsritum árið 1870:
Nú vakna þú, ísland! við vonsælan glaum
af vorbylgjum tímans á djúpi;
byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum,
en afléttu deyfðanna hjúpi
og drag þér af augum hvert dapurlegt ský,
sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný.
34
TMM 1994:4
J