Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 30
Kenning prestsins er fengin beina leið úr bók Gunnars Gunnarssonar, á því er auðvitað enginn vafi. En hvorki hvarflar að Eyjólfi bónda né lesand- anum að þykja Jón ráðherra hótinu skárri þó að hann sé funakollur eða Hjörleifsgerðar. Marglyndi hans er eins og hvert annað lauslæti, marglyndið hefur þróast frá hrifnæmi yfir í yfirborðsmennsku og þvínæst í algera innri rotnun sem er sminkuð með glaðlyndi og þeirri glæsimennsku sem bókin dregur nafn sitt af. Siðleysið er jafnt fyrir því. Það er algert. En hvað þá um að Hjörleifar séu göfuglyndir brautryðjendur, hafi hug- sjónir og að framfaraspor mannkyns séu þeim að þakka, sem presturinn fullyrðir? Það er bull. Að minnsta kosti ef marka má Glœsimetinsku. Ærgöfgi og verslunarmærð Sigurjón Jónsson skrifaði sögur sínar um Jón á Grund frá dálítið sérkenni- legu sjónarhorni. Mér finnst einhvern veginn eins og þarna sé höfundur á ferð sem gefi manni ofurlitla hugmynd um hvernig Þórbergur Þórðarson heíði getað skrifað ef hann hefði samið skáldsögur uppúr 1920. Sigurjón vill andlega byltingu eins og Þórbergur, hann skrifar spámannlega á köflum og sagnaformið er fjölbreytilegt með ívafi af ævintýrum og bréfum, svipað og hjá Þórbergi í Bréfi til Láru. Fyrra bindi verksins er vilhallt sveitamönnum meðan sveitasjónarmiðið fellur nokkuð í skuggann af alþjóðahyggju, mann- úðarstefnu og jafnaðarstefnu í því seinna. Myndin af Jóni ráðherra frá Grund er auðvitað harkaleg ádrepa á pólitíska spillingu og auðvaldskerfið, og má rifja upp að seinna bindið kom einmitt út sama ár og Bréftil Láru. Sigurjón er eins og sveitamaður sem lendir furðu lostinn í hringiðu effirstríðsáranna, hann er sannleiksleitandi, vinur guðspekinga og meira að segja vinur presta, sem hlýtur að teljast býsna frumlegt í íslenskum raunsæ- isskáldskap. Það er dálítið kostulegt að bera Silkikjóla ogvaðmálsbuxur saman við sögur Guðmundar Friðjónssonar og Huldu. Þau tala um náttúrufegurð og sveitasælu með alvarlegri hætti en Sigurjón, enda er Sigurjón dálítið sposkur á köflum og maður er ekki alltaf 100% öruggur um að honum sé alvara með ræðum sínum um ágæti sveitalífs í samanburði við Reykjavíkur- ómenninguna. Kannski er það Sigurjóni líka til framdráttar að hann virðist hafa þekkt Reykjavíkurlífið mun betur en sumir þeirra höfúnda sem rómuðu sveitirnar. Hann er að vísu fullur af vandlætingarnöldri í garð þéttbýlisins, en nöldrið er spaugilegt. í Reykjavík eru yfirborðslegir og gírugir kvenmenn sem segja í sífellu „Það er ómulett“ og fjasa um að hinir og þessir karlmenn séu afskaplega „pen“ og „lekker“; þar eru „skörulegir skarthéðnar“, „marg- breytilegt hvíslandi skrafskvaldur" á Austurvelli og „matarannir og verslun- armærð“ (II, 25). En í sveitinni er það að sumu leyti ekkert skárra, ef trúa 28 TMM 1994:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.