Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 34
arsson og Sigurður Nordal, svo er þeim svarað af Sigurjóni Jónssyni og
Halldóri Laxness.
Gunnar Gunnarsson lýsir tvenns konar skapgerðum, Ingólfseðlinu og
Hjörleifseðlinu, og í Ingólfi sér hann göfugan foringja.
Sigurður Nordal skilgreinir tvenns konar skapgerðir, einlyndi og marg—
lyndi, sem svara á margan hátt til persónugerðanna hjá Gunnari.
Svörum þeirra Sigurjóns Jónssonar og Halldórs Laxness mætti lýsa í
samandregnu máli svona:
Sigurjón segir: „Forkólfar þjóðfélagsins eru ekki Ingólfar eins og
Gunnar Gunnarsson heldur, heldur þvert á móti Hjörleifar. Og
þeir eru ekki göfugir, heldur þvert á móti illir.“
En Halldór segir: „Forkólfar þjóðfélagsins eru að vísu Ingólfar, eins
og Gunnar segir, en þeir eru engu að síður illir."
Eða með öðrum og einfaldari orðum:
Gunnar: „Menn sem komast til valda eru Ingólfar."
Sigurjón: „Nei, þeir eru Hjörleifar.“
Halldór: „Jú, víst eru þeir Ingólfar."
Gunnar: „Og menn sem komast til valda eru göfuglyndir."
Sigurjón: „Nei, þeir eru illmenni."
Halldór: „Já, þeir eru örgustu eiginhagsmunaseggir; en þeir þykjast
bera hag alþýðunnar fýrir brjósti."
Einnig mætti hugsa sér þetta samspil í töfluformi með þessum hætti (tafla
3):
GG SJ HKL
Valdamenn eru Ingólfar Já Nei Já
Valdamenn eru göfugir Já Nei Nei
Tafla 3. Samspil hugmynda um valdamenn í Fóstbrœðrum (GG),
Glæsimennsku (SJ) og Sjálfstœðu fólki (HKL).
Með þessum hætti má segja að landnámsmannasálfræðin þróist í íslenskum
skáldsögum frá 1918 til 1935, í grófum dráttum.
32
TMM 1994:4