Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 98
Gyrðir Elíasson Bruno Schulz Þann 19. nóvember 1942 var Bruno Schulz, myndlistarkennari í Drohobycz, pólskum smábæ, á göngu eftir aðalgötunni þegar SS-maður vék sér skyndi- lega að honum, miðaði skammbyssu að höfði hans og hleypti af. Fram í myrkur lá lík Bruno Schulz í götunni, en þá fluttu vinir hans það burtu og husluðu í gyðingagrafreitnum. Seinna meir treystist enginn til að benda á hvar leiðið væri niðurkomið, garðurinn farinn veg allrar veraldar. Og með honum safn handrita með óútgefnum sögum Schulz sem einhver hafði fengið til varðveislu. Bruno Schulz var fæddur í Drohobycz árið 1892, bænum sem hann endaði lífsgöngu sína í, og allt hans æviskeið leið þar, að undanskildum stuttum sumarleyfísferðum til Varsjár, og ferð til Parísar. Það varð hans eina utan- landsferð, nema hvað Drohobycz fluttist milli landa síðustu árin sem hann lifði, varð hluti af Rússlandi og síðar Þýskalandi... Hann var af gyðingaætt- um, skrifaði á pólsku, en hafði jafnframt þýskuna fullkomlega á valdi sínu, og vitað er að hann skrifaði sögu á því máli og sendi uppáhaldshöfundi sínum, Thomasi Mann, til yfírlestrar. Ævi hans leið hjá tilbreytingarlaus á ytra byrði og einmanaleg, hann bjó hjá erfiðum föður sínum og heilsuveilli systur, og ýmislegt minnir á Franz Kafka (svo sem endalaust hik í hjúskap- armálum), og það gildir einnig um þær tvær bækur sem eftir hann liggja, Krókódílastrœtið sem kom út nú í haust í þýðingu Hannesar Sigfússonar, og Heilsuhœlið í skugga stundaglassins. Reyndar skrifaði Bruno Schulz inngang að Réttarhöldunum eftir Kafka þegar bókin var gefin út á pólsku 1936, en það er misskilningur sem sumstaðar hefur verið haldið fram, að hann hafi þýtt hana, það var unnusta hans sem gerði það. Hinsvegar yfirfór hann þýðinguna, og til eru heimildir fýrir því að hann hafði sjálfur þýtt hluta bókarinnar nokkru fyrr, fyrir skrifborðsskúffuna. En sá skyldleiki sem okkur í fjarlægð sýnist vera persónulegur, gæti allt eins legið í sameiginlegum menningararfi tvímenningana. Að minnsta kosti gæti verið varasamt að draga beinar ályktanir af aldursmun þeirra og hugsa sem svo að Kafka hafi haft svona rnikil áhrif á Schulz. Nú er glatað, sennilega um aldur og ævi, handrit Schulz að stórri skáld- 96 TMM 1994:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.