Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 98
Gyrðir Elíasson
Bruno Schulz
Þann 19. nóvember 1942 var Bruno Schulz, myndlistarkennari í Drohobycz,
pólskum smábæ, á göngu eftir aðalgötunni þegar SS-maður vék sér skyndi-
lega að honum, miðaði skammbyssu að höfði hans og hleypti af. Fram í
myrkur lá lík Bruno Schulz í götunni, en þá fluttu vinir hans það burtu og
husluðu í gyðingagrafreitnum. Seinna meir treystist enginn til að benda á
hvar leiðið væri niðurkomið, garðurinn farinn veg allrar veraldar. Og með
honum safn handrita með óútgefnum sögum Schulz sem einhver hafði
fengið til varðveislu.
Bruno Schulz var fæddur í Drohobycz árið 1892, bænum sem hann endaði
lífsgöngu sína í, og allt hans æviskeið leið þar, að undanskildum stuttum
sumarleyfísferðum til Varsjár, og ferð til Parísar. Það varð hans eina utan-
landsferð, nema hvað Drohobycz fluttist milli landa síðustu árin sem hann
lifði, varð hluti af Rússlandi og síðar Þýskalandi... Hann var af gyðingaætt-
um, skrifaði á pólsku, en hafði jafnframt þýskuna fullkomlega á valdi sínu,
og vitað er að hann skrifaði sögu á því máli og sendi uppáhaldshöfundi
sínum, Thomasi Mann, til yfírlestrar. Ævi hans leið hjá tilbreytingarlaus á
ytra byrði og einmanaleg, hann bjó hjá erfiðum föður sínum og heilsuveilli
systur, og ýmislegt minnir á Franz Kafka (svo sem endalaust hik í hjúskap-
armálum), og það gildir einnig um þær tvær bækur sem eftir hann liggja,
Krókódílastrœtið sem kom út nú í haust í þýðingu Hannesar Sigfússonar, og
Heilsuhœlið í skugga stundaglassins. Reyndar skrifaði Bruno Schulz inngang
að Réttarhöldunum eftir Kafka þegar bókin var gefin út á pólsku 1936, en
það er misskilningur sem sumstaðar hefur verið haldið fram, að hann hafi
þýtt hana, það var unnusta hans sem gerði það. Hinsvegar yfirfór hann
þýðinguna, og til eru heimildir fýrir því að hann hafði sjálfur þýtt hluta
bókarinnar nokkru fyrr, fyrir skrifborðsskúffuna. En sá skyldleiki sem okkur
í fjarlægð sýnist vera persónulegur, gæti allt eins legið í sameiginlegum
menningararfi tvímenningana. Að minnsta kosti gæti verið varasamt að
draga beinar ályktanir af aldursmun þeirra og hugsa sem svo að Kafka hafi
haft svona rnikil áhrif á Schulz.
Nú er glatað, sennilega um aldur og ævi, handrit Schulz að stórri skáld-
96
TMM 1994:4