Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 47
ríkasta staðreynd tilveru okkar. Og eins vegna þess að stórþjóðamenn taka gjarna þjóðartilveru sína sem gefnum hlut, þeir þurfa sjaldan að óttast um að hún sé í háska—hvort sem væri vegna ofsókna og þjóðamorða eða þeirrar „friðsamlegu“ þróunar sem lætur stærri þjóðir gleypa Baska, Bretóna, gel- ískumælandi Hálendinga og aðrar smáar jaðarþjóðir Evrópu. Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera lýsir þessu ágætlega í viðtali við Friðrik Rafhsson hér í tímaritinu (TMM 1985, bls. 358). Hann minnir á það að smáþjóð sé svo í heiminum sett að hún verði sífellt að velta fyrir sér tilverurökum sínum: "Enginn Rússi eða Ameríkani spyr sig spurninga eins og: væri ekki betra að vera einhver annar? eða: hefur heimurinn einhverja þörf fyrir mig? Þeir eru, eru til og dettur aldrei í hug að spyrja slíkra spurninga. Þess vegna eru þeir svolítið heimskari en við!" Þjóðernishyggja til góðs og ills Manndráp sem margir standa að í sameiningu og eru ekki aðeins leyfileg, heldur er í raun mælt með að framin séu, reynast miklum meirihluta manna ómótstæðileg freisting. Elias Canetti (Masse und Macht) En þó menn afneiti ekki beinlínis þeirri staðreynd sem þjóðerni er í lífi manna, þá vilja þeir í þeirri umræðu sem nú er mest í tísku helst ekki viðurkenna, að neitt gott fylgi þessari staðreynd. Nema kannski viss fjöl- breytni í matseðlum veitingahúsa og þeirri músík sem spiluð er meðan étið er (ungverskt gúlass og czardas með!). Áhersla á mikilvægi þjóðernis er þjóðernishyggja, nasjónalismi, segja þeir, og hún er ill, hún leiðir sýknt og heilagt til fjandskapar milli þjóða, yfirgangs, kúgunar og styrjalda. Allt getur það gerst, mikið rétt. En hér er margt málum blandað. f fýrsta lagi: gleymum því ekki, þegar fjallað er um árekstra í sögunni, að til er þjóðernishyggja sem kúgar og önnur sem stefnt er gegn kúgun. Stór- rússnesk þjóðremba og heimsveldishyggja gleypti í lok átjándu aldar stóran hluta Póllands og tók síðan af Pólverjum mörg réttindi sem þeir höfðu notið. Þegar svo Pólverjar gerðu, í nafni sinnar þjóðernishyggju vitanlega og draums um endurreisn Póllands, hvað eftir annað uppreisn gegn Rússakeis- ara á nítjándu öld, hefði þá átt að fordæma þá fýrir fjandskap við Rússa og fyrir að efna til blóðsúthellinga? Það gerðu menn keisarans náttúrlega og að líkindum ýmsir varfærnir „realpólitíkusar“ hér og þar i Evrópu, en ekki margir aðrir. í annan stað: skelfilegustu styrjaldir og nokkur mestu þjóðamorð sögunn- ar eru ekki tengdar þjóðernishyggju. Spánverjar útrýmdu ekki drjúgum hluta TMM 1994:4 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.