Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 131
mér „Tófusaga“, prósaljóð um félagslega aðlögun sveitamanns í borg eða sagan af því hvernig villidýrið í manninum er að- lagað menningunni. Hann langar til að vera lúmskt hættulegur sauðþægu, sauð- heimsku umhverfi sínu en meðan hann bíður færis í heiðarlegu og meinleysis- legu starfi, ,Jcannski sem bókavörður á Landsbókasafninu, kennari í Mennta- skólanum, eitthvað“, þá venst hann þessu umhverfi og hættir smám saman að vera tófa. Hugmyndin er ffábær og úrvinnsl- an með vísindalegri nákvæmni. Miðhlutinn er samstæðari en sá fyrsti, og allir sem hafa búið erlendis kannast við upplifanir sem ljóðin segja frá: til- finninguna um að vera öðruvísi, fram- andi („Japanska í Dundee“), ekki maður sjálfur heldur annar („Leiguíbúð"), jafnvel þótt maður reyni af alefli að halda í sitt ídentítet (,,Eftirlíkingar“); f stórmarkaðinum streittist ég við að stæla undirskriftina mína, beið eftir því að konan á kassanum kæmi upp um mig: Falsari! í útlöndum sér mann enginn. Skáldinu finnst hann vera að hverfa í ljóðinu „I gleymskuhafinu“ sem túlkar sáran leiða og löngun til að afmá sjálfið. Og „100% Icelandic Tweed“ tjáir heimþrá og ótt- ann við að týna föðurlandinu á einstak- lega sterkan og ffumlegan hátt. Þetta er prósaljóð og segir frá íslenskum tvíd- jakka úr kaupfélaginu á Djúpavogi sem hvarf með öllu þegar eigandinn keypti sér til skiptanna jakka úr ekta skosku tvídi — „og hef ég ekki saknað neinnar flíkur jafnsárt.“ Síðasta ljóð þessa hluta, „Bráðum“, reynir að endurskapa flóknar tilfinning- ar þess sem er á förum heim: þrá og söknuð í blöndu sem kannski er ólýsan- leg. Þó að myndin sé víkkuð út með lykt — af ediki og sellerí — er aðferðin að- eins of hversdagsleg tfl að ná dýpt. f fyrri hlutunum tveim eru ekki bein náttúruljóð nema „Lochee Park, Dun- dee“ þar sem maðurinn verður eitt af trjánum og eitt með náttúrunni þegar myrkrið kemur. í þriðja hlutanum hefur Sveinn Yngvi safnað öðrum náttúru- ljóðum saman. Hann yrkir um Hengil- inn sem er „Eins og að sjá á bak / hvítum hval / svamla dýpra inn í landið“, und- arlegar jurtir sem tala algræna latínu, huggandi stöðugleika náttúrunnar eins og hann birtist í óbifanlegum trjánum, og vorið kemur í líki krakkaorms sem smýgur út um kjallaraglugga. Mikil- fenglegust er myndin í „Svartur flygill yfir mér“ — og hún er með hljómi: Ég loka augunum og ímynda mér að ég liggi úti um nótt, undir himni sem er eins og hljómbotninn á svörtum flygli. Það mun enginn leika á flygilinn í nótt og hann stendur þarna yfir mér kyrr og óhagganlegur á þremur fótum sínum, þakinn skýjum. Hérna niðri grilli ég t gyllta pedala hans í rökkrinu, og ef ég styð á þann rétta lyftast púðamir af þöndum strengjum hans og þá heyri ég djúpt og magnað tómahljóð ymja þarna uppi á himninum. Hér er sama nákvæmnin í lýsingum og í „Tófusögu“; einkennilega fullnægjandi ljóðmynd. Víða í ljóðunum er talað um „okkur“ og vísað í fjölskyldulíf. Kona er þó ekki persóna í ljóðunum, en síðast í bókinni er elskulegt ljóð um föður sem fer með barn sitt, sjálfspilandi sérhljóðahörpu eins og hann kallar það, á sumartónleika í Skálholti í ofnæmislegri sumarblíðu. Vera hans á tónleikunum fær snöggan endi, hann verður að fara út vegna þess að barnið blandar sér í tónleikana — „sjálfur Orfeus / er útlægur ger“. Ljóð eru stillansar Sveinn Yngvi yrkir af athyglisverðri auð- mýkt og virðingu um list sína í nokkrum TMM 1994:4 129
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.