Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 27
Svo hefurþú verið þýddur sjálfur. „Já, bækurnar mínar fóru fljótt að koma út erlendis. Sama árið og Róbin- son Krúsó kom út kom úrval úr ljóðunum mínum á dönsku. Erik Skyum Nielsen heyrði mig lesa á samkomu hjá Islendingum í Kaupmannahöfn og sagðist vel geta hugsað sér að takast á við þessi ljóð. Svo datt honum í hug að bjóða Vindrose-forlaginu þýðingarnar og það sagði bara já! Vindrose hefur síðan staðið með mér gegnum súrt og sætt og gefið út allar mínar skáldsögur. Danir hafa yfirleitt verið fyrstir og vinur minn Erik Vagn Jensen hjá Vindrose, sem nú er nýlátinn, sá um erlend réttindamál, seldi bækurnar til Noregs, Svíþjóðar, Þýskalands og Englands. Þegar þetta byrjaði 1984 var ekki mikið af íslenskum bókum að koma út á Norðurlöndum. Riddararnir eru meðal þeirra fyrstu sem koma í þessari lotu, svo fjölgar bókunum jafnt og þétt. En það var bara tilviljun að ég skyldi vera fyrstur, þetta hefði gerst án mín. íslenskar bókmenntir eru í ham.“ En hvað finnst þér um þýðingarstefnu erlendra forlaga? Til dæmis luku Norðmenn ekki þríleiknum, gáfu ekki út Regndropana, en Bretar byrjuðu á þeim. „Þetta er ákvörðun forlaganna og við hana verð ég að una. Þó að það sé ákveðið samhengi milli bókanna þriggja í trílógíunni þá eru þær sjálfstæðar, og mér fannst það gefa Regndropunum aukið power að koma út ein. Forlaginu bauðst bæði þýðing á Riddurunum og Regndropunum og gat valið milli þeirra, og ég var í rauninni ánægður með að þeir skyldu velja Regndropana vegna þess að það er sú bók sem ég myndi helst lesa ætti ég að lesa einhverja bók eftir sjálfan mig. En hún er erfiðust og nýtur sín betur þegar hún þarf ekki að þola samanburð við fyrri bækurnar sem eru aðgengi- legri. Ég gerði enga athugasemd við þetta. Bretar hljóta að vita hvað þeir vilja. Næst gefa þeir út Englana. Ef almættið vill að hinar bækurnar komi út í Englandi þá koma þær út. Joe Allard sem var sendikennari uppi á Velli en er lektor við háskólann í Colchester hafði milligöngu um þessa útgáfu. Hann skipuleggur menning- arhátíðina í Colchester. 1993 voru íslensk skáld kynnt þar og gefin út í ljóðaúrvali. Þá sýndi ég honum þýðingar Bernards Scudders á skáldsögunum tveim og hann varð hrifinn af þeim. Hélt að það væri kannski af því hvað hann er mikill fslandsvinur en lét þær þá í hendurnar á konu sem stýrir forlagi, hún var sammála honum og þau ákváðu að gefa aðra þeirra út. Jakob Magnússon átti líka hlut að máli; þetta tengist því átaki í íslenskum menn- ingarmálum sem hefur verið í Englandi. Áætlunin er að gefa út talsvert af íslenskum bókum. Grámosinn er að koma og Tröllakirkja. Enskur skáldskapur hefur lengi höfðað til mín, sígild verk eins og leikrit Shakespeares og nútímaskáld eins og T.S. Eliot. Ég skrifaði lokaritgerðina TMM 1995:2 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.