Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 36
þurfumviðstöðugt að vera að endurmeta og endurskapa þennan arf, þýða hann á nútímamál með öllu því sem gerst hefur á milli. Það sem rak mig út í ljóðagerð af þessu tagi voru vangaveltur um samruna heimsins og hvernig smáríkin stæðu. Þær hugleiðingar leiddu til þess að ég hafnaði alveg hugmyndum um miðju og útkjálka, sentrum og periferí. Kjarninn í minni landafræði er að við búum á hnetti og þess vegna hlýtur hver maður hvar sem hann er staddur að vera miðja þess hnattar. Það getur ekki verið einfaldara. Og það er ekki síst á þessum af öðrum skilgreindu útkjálkum, hinum ómerkilegu svæðum, sem listin verður til. Hvaðan kemur hin stórbrotna list? Hver segir hinar miklu sögur? Vanalega álitu menn að það væru stórborgarbúar meðal stórþjóða innan margfaldra gæsalappa. Þessu hafa ýmsir útkjálkamenn trúað og farið að reyna að skrifa eins og einhverjir ímyndaðir stórborgarmenn. En ég hef í rauninni ekki hitt meiri afdalamenn en einmitt í stórborgum. Þeir menn hafa trúað því að púls veruleikans sé í hringiðunni sem fréttastofur sjónvarpsstöðva ákveða hver sé, eða dagblöð eða viðlíka fyrirbæri. En púls sköpunarinnar slær á mun afviknari stöðum — eða ekki síður — sem sé í hrjóstrugu landslagi, í litlum þorpum. Þar með afneita ég þeirri kennd að eyjaskegginn búi í hriplekum kofa við hliðina á stórhýsum menningarinnar — allavega þarf hann ekki að taka neina lyftu upp í þetta stórhýsi til að nema alheimsstraumana. í þessum hugleiðingum er heilmikil pólitík. Spurningin er hvernig við skilgreinum heiminn, og ég held að einmitt rithöfundar og ritlistin hafi verið að skilgreina heiminn upp á nýtt, á meðan tungutak stjórnmálamanna og ýmissa fræðigreina er alveg fullkomlega staðnað. Og þar rekum við okkur enn á mótsögn — þetta endar allt í þversögnum og mótsögnum eins og vera ber: Menn segja að nútímahöfundar séu ópólitískir af því að þeir lýsa ekki yfir einhverju einu pólitísku markmiði með verkum sínum, en einmitt þau átök sem þeir eru í við heiminn samkvæmt hinu gamla prinsippi að ekkert mannlegt sé þeim óviðkomandi, og tilraunir þeirra að gefa einhverja mynd af mannlífmu þar sem öll sjónarmið geta rúmast, það er í rauninni meiri pólitík en þótt menn létu einhverjar yfirlýsingar fylgja. Ef Salka Valka væri ekki svona þversagnarkennd persóna, ef hún rotaði ekki bolsévikana, ef þeim hefði tekist að koma fyrir hana vitinu, þá myndum við ekki effir henni í dag! Höfundar eins og Laxness eru margradda, og lífið hefur fleiri raddir en ein stjórnmála- stefna. Rafvirkjaskáldskapurinn verð- ur til þegar menn hlusta ekki á þessar raddir. Alþýðuhetjan var maðurinn TMM 1995:2 Því einfaldari og tærari sem sag- an er, því margræðari verður hún. Þó fuglinn sé tákn hins guð- lega, nægir honum bara að vera fugl. „Sögumaður í málverkinu“ (1989) 30 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.