Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 46
vitsmunalegum herfjötrum og siðferðilegri skírlífisbrynju undanfarandi
kynslóðar Viktoríutímans.
Þó var jafnvel hugprúður riddari fögnuðar frjálsra ásta eins og Davíð ekki
laus undan kristilegu oki syndarhugtaksins. „Hún ljómar af himneskri
fegurð — og synd,“7 segir hann um Kleópötru, ellegar ástarleikurinn verður
djöfullegt æði:
Svo dönsum við og dönsum
og drekkum eitrað vín.
... Eg verð konungur djöflanna,
hún drotningin mín.8
Eða ástarfundurinn bar dauðann í sér:
Þá kom hún til mín hlaupandi
og kysti mig og hló,
beit mig og saug úr mér
blóðið, — svo eg dó.9
Ástin fól í sér synd, æði og dauða. En spenna tíðarandans fólst í því að
lofsyngja háskann, hvirflast í iðuróti algleymisins með lífið að veði.
Þó að kynósa, erótísk kvæði setji sterkastan svip á Svartarfjaðrire r sú bók
líka merkileg fyrir það, eins og oft vill verða um fyrstu bækur mikilla skálda,
hversu þar má sjá mörg önnur þemu, yrkisefni og hugsanir, sem einkenna
síðari verk skáldsins.
Hverfum þó ekki strax frá ástinni því að erótísk kvæði héldu áfram að gefa
tóninn í næstu ljóðabókum Davíðs og þar birtust nokkur þau ástarljóð hans
sem mestrar almenningshylli hafa notið eins og „Dalakofinn“ í Kvœðum
(1922) og „Þú komst í hlaðið—“ í Að norðan (1936).
Sum skáld yrkja einkum um ástarþrána, önnur um ástartrega. Davíð er
framar öðru skáld hins heita ástarunaðar. Dunandi kraffur hinnar erótísku
nautnar, þessi frumglæðir lífsins, gefur ástarkvæðum hans þann tón og
inntak sem gerir þau einstæð meðal kynslóðar hans á fyrsta þriðjungi
aldarinnar.
Elskhugar Davíðs eru ýmist krefjandi og ólm karldýr eða viðkvæmir
kögursveinar í leit að skjóli móðurskautsins; ástkonur hans ýmist lokkandi
eplastúlkur syndarinnar, leitandi snáksins, ellegar hlýðin kvendýr sem taka
við elskhugum sínum í auðmýkt og þakklæti:
[...] svertingjastelpan villt og góð,
og gefur í auðmýkt brjóst sín blökk
og blóðið er heitt — af ást og þökk,
40
TMM 1995:2