Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 55
Er ungir folar fitna inn við stall, sem flestir verða aðeins markaðsvara, má gamall jálkur líkt og freðið fjall á fannabreiðum einn og gleymdur hjara. Hann krafsar gadd, unz kelur hóf og legg, og koldimm nóttin ógnar sínum gesti. En stormakófið kæfir brostið hnegg í klakabörðum útigönguhesti. Hart er að verða að híma undir vegg og hafa verið gæðingurinn bezti.26 Hér gæðir Davíð íslenska vetrarmynd því tákngildi að geta átt við örlög hans sjálfs þegar íslensk ljóðlist var komin inn á allt aðrar brautir en hann hafði kosið að ganga. Áðan var á það minnst að yfirleitt segði Davíð einhverja sögu í flestum kvæða sinna og skal því þá ekki gleymt að hann freistaði frama síns við listform sem fremur byggjast á ffásögn en ljóðið. Árið 1940 kom út effir hann mikil skáldsaga, Sólon Islandus, er hann samdi um ævi og örlög misheppnaðs gáfumanns og flakkara, Sölva Helgasonar. Öll er sagan yljuð af samúð Davíðs með olnbogabörnum og utangarðsmönnum þessa heims og í lýsingum á listamannsstolti og skaphita Sölva nær Davíð sams konar innlifun og samsömun við yrkisefnið og við þekkjum frá sögu- legum kvæðum hans. Vafalaust lagði Davíð alla rækt við samningu sögu sinnar um Sölva Helgason, enda fullsæmdur af henni. Hann mun þó hafa ætlað sér stærra hlut með leikritum sínum og lagt meiri metnað í samningu þeirra. Áður hefur verið minnst á Munkana á Möðruvöllum og má segja að þar yfirskyggi heift höfundar andspænis kaþólsku klausturlífi listræna persónu- sköpun og dramatíska spennu. Næsta leikrit hans, Gullna hliðið (1941), hefur sennilega ásamt Svörtum fjöðrum orðið vinsælast allra verka Davíðs. Þar heppnast honum að flétta lífsvisku þekktrar þjóðsögu og gráglettnar hugmyndir íslenskrar þjóðtrúar um veikleika Satans saman við Ijóðrænan þokka eigin listgáfu og dálítið stórkarlalegan húmor sinn sem líklega nýtur sín hvergi jafnvel og í þessu verki. Stórkarlalegur húmor. Það minnir á annað. Davíð iðkar það nokkuð, einkum framan af höfundarferli sínum, að bregða fýrir sig grófýrðum, stundum blótsyrðum, í kvæðum sínum. Ætli það sé ekki stílleg birtingar- mynd dýrkunar hins hrjúfa og upprunalega? TMM 1995:2 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.