Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 85
byggjar ólíkra landa fundu snemma hjá sér þörf til að beisla umhverfið og
náttúruöflin. Þeir máluðu myndir af væntanlegri veiði á innanverða hella til
þess að magna hana til sín svo hún yrði auðveldari bráð. Þeir ristu sömuleiðis
rúnir og höfðu þannig áhrif á náungann sem og næsta nágrenni. Þeir drógu
upp hringi og þríhyrninga á jörðina til að ná betra sambandi við alheiminn.
(Þetta tíðkast raunar enn hjá sumum sem lifa á nýöldinni).
Myndir hafa þannig fylgt manninum frá fyrstu tíð.
Myndir/ímyndir. Maður horfir á mynd en ímynd hennar horfir á hann.
Og myndir hafa gegnt mismunandi hlutverki; styrkt sambandið við heim-
inn, lýst himnaríki á jörð, túlkað gildismat ríkjandi stétta eða gagnrýnt
viðtekna heimsmynd og dregið fram eiginleika hvers tíma.
í aldanna rás þjónaði myndlist fyrst og fremst seiðandi eða trúarlegum
tilgangi og þegar maður hugsar um það birtast fljótlega geislabaugar fyrir
hugskotssjónunum og englar flögra í kring eins og hvítar dúfur á Markús-
artorginu í Feneyjum.
Geislabaugurinn er merkilegt tákn. Hann tengir nefnilega vel saman sál
og sálarhylki, hug og líkama. Á sínum tíma gengu aðeins heilagir menn um
með þennan höfuðbúnað en í dag er hægt með sérstakri tækni í nútímaljós-
myndun að sjá þennan baug hjá velflestum, að vísu mismunandi bjartan og
litskrúðugan. Þetta kalla sumir áruna eða útfrymið. Yfirborð árunnar þó
víðfeðm sé, er í rauninni næfurþunnt, eða hlutfallslega jafnþykkt og gufu-
hvolfið sem er aftur hlutfallslegra þynnra en eggjaskurn. En fólk á þess
auðvitað líka kost að setja á sig áru eftir nýjustu tísku, farða hana á sig
samkvæmt alþjóðlegum litaspjöldum tískuhönnuða og snyrtifræðinga.
Litir eru birta. Ljósmyndarar hafa lengi unnið með áruna og þá gjarnan í
sólarlögum. Ára náttúrunnar, innri ró hennar og sálræn hvíld. Sumir hafa
notað fíltera í þessu augnamiði, til að styrkja litaskalann, en það töldust lengi
vel ekki vera alvöru vinnubrögð. Þau voru ekki „eðlileg“, heldur endurunnin
og póstmódern. En náttúran varð fyrst falleg með rómantíkinni. Hún hefur
sömuleiðis lengi verið vinsælt myndefni hjá málurum og er það enn í dag.
Stundum er hún dregin upp sem hálfrökkvaðar stemningar, myrkir innviðir
híbýla eða opins umhverfis eða hreinlega máluð sem sálrænar upplifanir og
þá jafnvel alveg aftur í brún frumspekileg litbrigði jarðarinnar. í þessu
sambandi má nefna verk ungs evrópsks listamanns sem lokaði sig inni í
almyrkvuðu herbergi svo dögum skipti þangað til hann byrjaði að sjá allt
rauðbrúnt en þegar hann kom út í dagsbirtuna á ný tóku línur og loft á sig
svargrænan lit. Þannig náði hann að sjá með líkamanum í bókstaflegum
skilningi, í gegnum brúnleitan lit blóðsins og síðan andstæðan lit hans í
grænu.
Litir skipta þess vegna sköpum þegar rætt er um sál í málverki. Hið
TMM 1995:2
79