Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 105
Burtséð frá því að þarna var farið með rangt mál var mikill missir að ritdómi Hannesar við umfjöllun um Minn guð og þinn því margt hefði verið gaman að ræða út frá honum. Hann hefst á umfjöllun um pólitík kvæðanna eins og tilhlýðilegt var á tímum kalda stríðsins. Guðmundur er einn af arftökum skálda 19. aldar og tengir land og fólk og feðratungu tímanum sem er að líða, segir Hannes. Guðmundur hefur fylgst með því hvernig örlög heimsins hafa orðið örlög landsins, „og ég efast ekki um einlægni hans, þegar hann berst fyrir því í blaðagreinum að enginn skuggi falli á landið og þjóðina vegna hinna nýju og breyttu viðhorfa, en réttmæti þeirra áfellisdóma, sem hann kveður upp í hita bardagans, er annar handleggur.“ En þrátt fyrir pólitíska baráttu er Guðmundur enn sem fyrr með annan fótinn „í veröld sinna eigin drauma, endurminninga og löngunar, nálægð og fjarlægð hafa jafnan togast á um hann,“ og honum hefur tekist furðanlega að þjóna báðum herrum, segir Hannes. „Þó er því ekki að leyna, að Guð- mundur er fremur maður dular og kyrrðar en umbrota samtímans“ og það er heimurinn „hulinn bak við hinn er allir mega sjá“ (eins og segir í kvæðinu „Bréfi til bróður míns“), sem verður nú eins og fýrr „aflgjafi beztu ljóða Guðmundar". Ég enda bók mína um Guðmund, að mér fannst all-djarflega, á því að bera list hans saman við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Mér til mikillar gleði kemur þessi samanburður fram í ritdómi Hannesar, og mikið hefði verið gaman að vitna í þessar línur til staðfestingar mati mínu: Varla nokkurt skáld hefur, frá því Jónas Hallgrímsson leið, endur- speglað í ljóðum sínum sumarfegurð íslenskra sveita af jafnsönn- um kunnugleik og Guðmundur Böðvarsson. Mörg af ljóðum hans eru litlar pastoral-symfóníur. Og eitt hefur hann fram yfir Jónas: Hann hefur erjað landið. Ekki aðeins hinn græni svipur fslands heldur og hinn brúni, moldin, á sér túlkanda, þar sem hann er. Og hann birtir í heild kvæðið „Falið í grasi“ sem dæmi um eitt „hugljúfasta kvæði af þessu tæi“. Hannes finnur að því að ljóðin í Minn guð og þinn komi ekki á óvart, Guðmundur taki lesendur ekki með sér „upp á nýja sjónarhóla“. Hann telur að skýringin geti verið sú hvað Guðmundur hefur lítt tileinkað sér „það ljóðmál, sem nú er í hávegum haft, hið táknræna ljóðmál“. Hér hefði ég líklega rökrætt við hann í bókinni minni og bent honum til dæmis á „Hið gamla farmannsljóð“ sem stórbrotið táknrænt kvæði. En það er langt og svarar ekki kröfu Hannesar í ritdómnum um að nútímaljóð séu knöpp: „Þó hið táknræna ljóðmál hafi sína ókosti, fylgir því að minnsta kosti einn höfuðkostur: það er ekki orðfrekt, ef vel tekst til. Hins vegar hættir Guð- mundi til þess að vera óþarflega orðmargur.“ Hannes er þó ekki úrkula vonar um að Guðmundur geti lagt sér til þennan nýja stíl, og birtir því til sönnunar lokaljóð bókarinnar, „Tjaldljóð“. Það er gaman að sjá að Hannes skuli hafa TMM 1995:2 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.