Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 108
Dagný Kristjánsdóttir Önnur eftirskrift I síðasta hefti T.M.M. skrifar Friðrik Rafnsson, ritstjóri, greinarkorn sem hann kallar „RS.“ og fjallar þar um „kynjahyggju“ og kaldastríðshugsunar- hátt femínískra bókmenntafræðinga. Hvatinn að grein hans er: „ . . . fár- viðrið í þeirri súpuskál sem íslensk bókmenntaumræða . . . er off á tíðum: sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur, annar sjónvarpsþáttur og loks hástemmd blaðaskrif út af algeru aukaatriði fyrir listamenn sem rísa undir nafni: kynferði skáldanna sem við/urn var rætt.“ Að mínu mati hefur íslensk bókmenntaumræða oft lotið lægra en í þessari umræðu um kyn og kynferði í bókmenntum enda er umræðuefnið fjarri því að vera „algert aukaatriði“ fyrir skáld og fræðimenn eins og fram kemur hjá Friðriki, bæði á undan og eftir þessum ummælum. Boðskap hans í greininni má taka saman á þennan hátt: Gröfum stríðsaxirnar, sættumst, hættum að tala um karla- og kvennabókmenntir, niður með tvíhyggjuna og látum oss vera tvíkynja og ódauðleg í listinni. Fegin vildi ég skrifa undir þetta allt saman, ef mér fyndist þetta ekki óhófleg einföldun á flóknu viðfangsefni. Og ég vil byrja á að spyrja eins og aðrir samningamenn: Á hvaða/hvers forsendum á að grafa hvaða/hvers stríðsaxir? Bandaríski sagnfræðingurinn Thomas Laquer hefur sýnt fram á það í bókinni Making sex (1990) að á miðöldum töldu lærðir menn alls ekki að kynin væru tvö. Það var bara eitt kyn, nefnilega karlmannsins. Kynfæri konunnar voru nákvæm effirmynd af kynfærum karlmannsins, bara öfug, það sem sneri út hjá honum sneri inn hjá henni. Þetta var sýnt og sannað með athyglisverðum og fróðlegum teikningum í kennslubókum um líffæra- fræði. Með aukinni tækni og vísindum rann það síðar upp fyrir hinum lærðu mönnum að kynfæri konunnar voru allt öðru vísi en karlmannsins. Thomas Laquer segir að við þá uppgötvun hafi staða konunnar stórversnað. Nú var hún ekki lengur „hið sama“ í líffræðilegum skilningi, heldur „hinn“, óeðlileg, afbrigðileg, lokkandi eða ógeðsleg og hugsanlega stórhættuleg. Thomas snýr upp á hin frægu ummæli Sigmund Freuds (Anatomy is destiny) og segir: „Örlögin ráðast af líffræði" (Destiny is anatomy). Við Friðrik erum áreiðanlega sammála um það að líffræðilega eru kynin tvö. Þar byrjar sem sagt ballið. Femínistar á síðari hluta þessarar aldar, með Simone de Beauvoir í broddi fylkingar, hafa sýnt fram á að ekkert tiltekið 102 TMM 1995:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.