Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 112
Ritdómar í heitu Einar Már Guðmundsson: Englar alheims- ins. Almenna bókafélagið 1993.224 bls. „Orrustan eeisar iiöfði okkar“ I einum eftirminnilegasta kafla þessarar skáldsögu eru félagarnir á geðsjúkra- húsinu Kleppi að hugleiða tilvist sína og hvort líf þeirra sé yfirleitt einhvers virði. Sögumaðurinn, Páll, segir þá þessa merkilegu setningu: „Við erum englar. Englar alheimsins.“ (189) Þessi ein- kennilega staðhæfing Páls, sem sagan dregur nafn sitt af, tengir þá geðsjúku hinum góðu, saklausu vættum sem eru eins konar tengiliðir guðs og manna, og hafa í kristinni hefð fyrst og fremst flutt mönnum mikilvæg skilaboð frá guði. Ein niðurstaða sögunnar sýnist mér ein- mitt vera að hinir geðveiku séu englar, tilvist þeirra og sýn á veruleikann flytji mönnum mikilvæg sannindi. Englar alheimsins er saga geðsjúks manns sem lifir í tveimur heimum vegna þess að upplifun hans á „veruleik- anum“ er oft algjörlega á skjön við það sem aðrir sjá og skynja. Á milli hans og þeirra er múr sem ólíkt Berlínarmúrn- um getur ekki hrunið: „múrarnir milli mín og heimsins hrynja aldrei; þeir standa óhagganlegir og traustir, jafnvel þó enginn sjái þá með berum augum.“ (16). Vitanlega er það svo að skynjun sérhvers manns á veruleikanum er ein- stök, og það kann að vera skammur veg- ur á milli þess að álíta það sérstaka náðargáfu eða sjúkdóm að sjá og skynja það sem öðrum er hulið. Veruleikinn er margræður, segja menn gjarnan, en samt er hann oftast býsna þröngt skil- greindur og lítið umburðarlyndi fyrir annarri sýn en almennt viðurkenndu. Þessi margræða skynjun veruleikans er víða til umræðu í sögunni, t.d. í skemmtilegum þætti af Bergsteini list- málara sem er slíkur raunsæismaður í málverki að Kleppsspítali er á öllum myndum hans af nánasta umhverfi spít- alans, hann getur ekki sleppt Kleppi og sett eitthvað annað í staðinn, jafhvel þótt þetta hafi í för með sér að enginn kaupi myndirnar, því enginn „heilvita maður“ vill „hafa Kleppsspítala hangandi uppi á vegg hjá sér“ (78). Páll virðir fyrir sér þessi málverk og horfir „dolfallinn á þessa tvo heima, raunveruleikann í raunveruleikanum og raunveruleikann í myndinni“ (39). Þetta kallast á við það tvísæi sem Páll skynjar í sjálfum sér og hann segist botna jafnlítið í raunveru- leikanum og hann í sér, en talar jafn- framt fyrir munn þjáningarbræðra sinna er hann segir: „Við sem erum lagðir inn á hæli og vistaðir á stofnun- um, við eigum engin svör þegar okkar hugmyndir eru ekki í samræmi við raunveruleikann, því í okkar heimi hafa aðrir rétt fýrir sér og þekkja muninn á réttu og röngu.“ (10) Það gefur auga leið að einna afdrifa- ríkast fýrir sögu af þessu tagi er hvernig hún er sögð, þ. e. frásagnarhátturinn. Einar Már hefur valið þá djörfu leið að 106 TMM 1995:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.