Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 114
svolítið hæg framan af, kannski vegna hins afdráttarlausa upphafs þar sem strax er ljóst hvert stefnir sem veldur um leið hættu á vissu spennufalli. Það gerist þó ekki, m.a. vegna þess hvernig textinn vísar sífellt fram og aftur og svo hins að í krafti táknsæis breikkar Einar söguna, færir út skírskotanir hennar með lýsing- um á forfeðrum og fýrri tímum. Saga fjölskyldunnar endurspeglar sögu ís- lensku þjóðarinnar á þessari öld, m.a. flutninginn úr sveit í borg, og þróunina úr fátækt til sífellt rýmri fjárhags. Allt tengist þetta með skýrum hætti lífi og persónu Páls og gerir hann að eins konar tákngervingi þjóðarinnar. Hann er fæddur þann dag sem ísland gekk í NATO og klofningur þjóðarinnar upp- frá þeim degi kallast á við klofinn huga og vitund Páls. Um leið verður hann líka holdgervingur hins tvískipta heims á tímum sem kenndir hafa verið við kalt stríð. Ekki ffemur en þjóðin nær hann að sætta þessar andstæður sem ffá fýrsta degi eru dregnar í gegnum „hjarta hans þvert“ eins og „hræelduð víglína“ , svo vitnað sé í það ljóð Sigfúsar Daðasonar sem geymir yfirskrift þessa ritdóms. Klofin vitund Páls endurspeglar einnig ólíka menningarheima tveggja kyn- slóða: Á milli þess reynsluheims sem hann á sameiginlegan með jafnöldrum, (rokkmenningin með öllu tilheyrandi) og heimsmyndar foreldranna er ginn- ungagap. Foreldrar hans standa jafn skilningsvana frammi fyrir þessum ókunna heimi sonar síns og geðsýki hans. Og það er til marks um hversu vel þessi saga er byggð, að hvort tveggja kemur saman í einum punkti þegar Páll snýr heim úr sveitinni og allt er breytt: Eins og foreldrarnir stendur hann frammi fýrir nýrri veröld og örvænting hans myndar nokkurs konar hvörf í sög- unni: „Ég finn hvernig heimurinn læsist um mig og allt er að hrynja." (104) Og allt botnar þetta í klofinni vitund hans, því misræmi sem er á milli hans túlkun- ar á veruleikanum og allra hinna. Fyrr var minnst á að hrynjandi sög- unnar væri hæg framan af og það er ekki einungis staldrað við sögu forfeðra Páls heldur jafnframt bernsku hans sem líkt og flest annað í sögunni þjónar tvíþætt- um tilgangi. I fyrsta lagi er afar mikil- vægt fyrir heildaráhrif sögunnar að lýsa bernskunni, saklausum leikjum og grunleysi hinna fullorðnu, og það eykur tilfinningu lesanda fýrir því hversu skammt er á milli þess sem kallað er eðlileg hegðun og afbrigðileg. Allt virð- ist leika í lyndi, en þó hvíla skuggar yfir leikjum strákanna, þeir eru kannski ekki svo saklausir þegar allt kemur til alls. Þannig bergmála strákarnir að sjálf- sögðu viðhorf og fordóma þjóðfélagsins og kemur það t.d. vel ffam í frásögninni af Steinunni gömlu. 1 annan stað kallastþættirnir af strák- unum í fýrri hluta sögunnar á við frá- sagnir síðari hlutans af „geðveiku strákunum". Þeir eru hliðstæður á margan hátt, jafheinlægir í túlkun sinni á veröldinni sem hjá litlu strákunum takmarkast af bernsku og ungum aldri en hjá hinum geðveiku af veilu. Það er kannski ekki síst í þessum þáttum sem Einar Már sýnir styrk sinn í stíl. Hér notar hann íróníu, húmor sem á köflum er jafhvel galsafenginn, til þess að segja sögu sem er í eðli sínu ákaflega sorgleg. Þetta er ekki einfalt verk, fremur en ann- að sem tengist efni sögunnar, og krefst hárfíns jafnvægis í stíl. Írónían er líka margslungin, hún þjónar sögunni m.a. með því að skapa samúð með hinum útskúfuðu sem verður miklu áhrifa- meiri með þessum hætti. Sérvitringarn- ir úr fýrri hlutanum, t.d. Keisari norðurljósanna og Pétur einbúi hljóta að skoðast í þessu ljósi, með þeim er sýnt að „kleppur er víða“ og það sé síður en 108 TMM 1995:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.