Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 116
menntaverðlaun Norðurlandaráðs 1994. Og nóbelsverðlaunahafi sama árs, Japaninn Kensaburo Oe, segir bernsk- una uppsprettulind allra sinna verka. Það er því furðulegt til þess að hugsa að í bókmenntaumræðum á Islandi skuli fólk tala af einkennilegri lítilsvirðingu um „bernsku- og uppvaxtarsögur“ og oft á tíðum loka gjörsanrlega augunum fyrir hinu táknlega eðli þeirra. En hér er komið að áleitinni spurn- ingu sem þessi saga varpar fram: Að hve miklu leyti skapar maður sjálfur sitt eigið líf og hvenær er maður leiksoppur örlag- anna? Hugleiðingar um hin grimmu ör- lög eru vitanlega fyrirferðarmiklar í þessari sögu, af augljósum ástæðum vegna þess að hún fjallar um mann sem einhverra hluta vegna verður geðsjúkur, tapar þeim (blá)þræði réttrar skynjunar og skilnings sem bindur hann þeim veruleika sem er okkar hinna. Þessum hugleiðingum fléttar Einar inn í söguna með ýmsum hætti á öllum stigum henn- ar. Framarlega í sögunni minnist Páll þess er sjúklingur af Kleppi, Baldvin Bretakóngur, skammar hann fyrir að hafa ekki gætt englanna sem Baldvin hafði séð yfir barnavagni Páls forðum tíð. Maður verður sumsé að passa upp á sína verndarengla, annars á maður á hættu að slitna úr tengslum við þann guðdóm sem fylgir sérhverju ungu barni og standa þá uppi varnarlaus fyrir ásókn illra afla. Þetta má kalla myndræna út- færslu á hugmyndinni um að hver mað- ur beri ábyrgð á lífi sínu, en liggi misjafnlega vel við þungum höggum ör- laganna. Hugmyndin um englana og ábyrgð hvers manns er vitaskuld ræki- lega samtvinnuð þeirri örlagahyggju sem mótar okkar gömlu klassísku bók- menntir að miklu leyti og kannski er niðurstaða Einars svipuð og stundum má lesa út úr fornsögunum: Hverjum manni eru sköpuð ákveðin örlög, en sjálfur hefur hann innan ramma þeirra visst val og hefur þannig tækifæri til þess að móta líf sitt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar Már kallast á við bókmennta- arfinn í verkum sínum og hann vinnur úr þessari örlagahyggju með svipuðum hætti og venja er í íslendingasögunum. 111 örlög liggja í loftinu alveg frá upphafi, þeirri túlkun er gefið undir fótinn að svona hafi lífi þessa drengs verið ætlað að fara, fyrirboðarnir hrannast upp; draumar og ættarfylgjur og Kleppsspít- ali er sínálægur allan uppvöxt Páls. Ör- lögin bíða handan við hornið, þau tromma upp f gervi hinna geðsjúku sem vappa um hverfið hans og minna sífellt á sig eins og nornir, reiðubúnar að tæla drenginn á vit örlaga sinna. Þessi hugsun um örlög fær á sig svo- lítið aðra mynd í síðari hlutanum sem kallast „Farandskuggar“ eftir því heiti sem Viktor gefur þeim Kleppsfélögum. Hvað skyldi hann eiga við með því? Hugsanlega þessa skyndilegu sviptingu sambands einstaklings við veruleikann sem við köllum geðveiki og fer eins og skuggi milli persóna og tíma og verður táknræn í því að látnir menn, ekki síst menn sem skera sig úr, ganga aftur í hinum geðveiku. Andi þeirra fer inn í þá eins og farandskuggi, eins og Hitlers í Viktor. Reyndar er rétt að benda sérstak- lega á Viktors-þátt í sögunni sem er frá- bær og gott dæmi um að einstakir hlutar hennar mynda oft innbyrðis heild jafn- framt því að vera í órofa tengslum við alla söguna og fá merkingu í ljósi henn- ar. Hér hefur aðeins verið bent á fáein umhugsunarverð einkenni þessarar margræðu sögu og reynt að varpa svo- litlu ljósi á hvað geri hana svo áhrifa- mikla sem raun ber vitni. Tæpast fer á milli mála að ég hef staldrað við kosti sögunnar, enda eru þeir yfirgnæfandi og þótt ekki sé hún gallalaus fremur en 110 TMM 1995:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.