Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 117
önnur mannanna verk, t.d. finnst manni stundum líkingar geiga og smá- vægileg ónákvæmni kemur fyrir, þá verður tal um slíkt eins og hvert annað marklaust nöldur í ljósi sögunnar sem heildar. Englar alheimsins er að mínum dómi tvímælalaust besta verk Einars Más til þessa. Hér fléttar hann saman margvíslegt efni, sumt af því hefur hann glímt við áður, en ljær því nýja og tákn- ræna merkingu og margeflir þannig áhrif og skírskotanir sögunnar. Ekki er minnst urn vert að Einar Már skrifar hér af meira stílöryggi en nokkru sinni fyrr. Honum hefur tekist það sem Davíð yrkir um í sínu ágæta kvæði um skáld- skapinn sem prentað er á titilsíðu sem eins konar einkunnarorð; að syngja líf í orðin og enginn vafi á því að englar guðs í Paradís leggja við hlustir. Páll Valsson „Flugeldum lokið“ Einar Kárason: Kvikasilfur. Mál og menning 1994. 233 bls. Kvikasilfur er sjálfstætt framhald skáld- sögunnar Heimskra manna ráð (1992). Hún heldur áfram að segja sögu Lækjar- bakkaættarinnar þar sem fyrra bindinu sleppir og líkt og þar byggist frásagnar- aðferðin á því að hengja flokk smáatvika og sögubrota á greinar fjölskyldutrésins. Herskari persóna tengist í gegnum örlög ættarinnar og fjöldi þeirra eykst enn hér því nú hefur atburðarásin færst nær í tíma og þriðja kynslóðin því fyrirferðar- meiri en áður. Sjálfur sögumaðurinn, Halldór Killian, er þar fremstur á palli en bakvið hann standa þau Gúndi bróðir hans, Fríða dóttir Vilhjálms bankastjóra auk Láka fyrirmyndarbarns, sem hér fellur niður úr þeim hæðum þar sem hann áður bjó. Fall hans er ekkert eins- dæmi í Kvikasilfri. í bókarlok hefur flest fallið sem fallið getur. Þetta er saga um hrap og líkt og aðrar hrapsögur, sögð með blöndu af eftirsjá og feginleik. Hún er sögð þegar botninum er náð og þegar allt hefur öðlast skýrari drætti, líkt og þegar himinljósin skína skærar á sínum svarta grunni „að flugeldum loknum". Sögumennimir Lokapunkturinn í Kvikasilfri er settur þar sem upphafið stóð í Heimskra manna ráð. Öll halarófan bítur í skottið á sér og endar ná saman. En litlu sögurn- ar sem byggja upp skáldsögur Einars eru hvort eð er sífellt að bíta í skottið hver á annarri. Einni sögu lýkur aðeins svo hægt sé að hefja þá næstu og það sér ekki fyrir endann á öllum þessum sögum. Sagnamaðurinn, þessi grunneining skáldsagna Einars, vill slá sem lengst á frest þeirri stund að hann hefur ekkert að segja því um leið og sögunni lýkur, hættir hann sjálfur að vera til. Hann er í grunnmynd sinni hinn munnlegi sagnamaður sem aðeins lifir á því augnabliki að hann er að segja sögu. Hann á sér enga tilvist utan sagnagjörn- ingsins. Þess vegna eru sökulokin um leið dauði hans. Þau verða að leiða hann inn í næstu sögu því aðeins þannig getur hann dregið hið óumflýjanlega á lang- inn, rétt eins og sögumennskan dregur affökuna á langinn í Þúsund ogeinni nótt eða pestardauðinn er flúinn með því að segja sögur í Decamerone Boccacios. Að segja sögu er það sama og að lifa, að þegja sama og að deyja. Sagan hefst og með henni veruleikinn. Um leið og henni lýkur er veruleikinn allur. Þess vegna verður saga að fýlgja sögu. Stærsta ógnin sem blasir við þessum sagnamanni er því að einn daginn verði engar sögur lengur að segja, hráefni TMM 1995:2 111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.