Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Side 119
Stundum setur hann sagnamanninn jafnvel á svið, rétt eins og til að sýna lesendum hvernig sagnavélin starfar. Hópur manna hefur safnast saman og það er verið að segja sögu: „Ég kom um kaffileytið og mannskapurinn sat inni á kaffistofu og kjaftaði saman. Mér var vel fagnað [...] en í bili gafst ekki mikill tími til samræðna vegna þess að bílstjóri sem hafði slæðst inn í kaffi var að segja sögur af Múnkhásen barón“ (bls.72). Hér er söguhráefnið að verða til. Þarna á kaffistofúnni, rétt eins og á hundruð- um kaffistofa út um allar trissur er verið að skapa efni fyrir sagnavélina. Menn koma saman, einn segir frá, annar bætir við betur, rétt eins og Bárður Killian sem er þannig lýst að „aldrei heyrði [hann] svo sögu sagða að hann legði ekki eina til málanna sjálfur“ (74). Hann er eins og fyrr sagði sjálf sagnavélin, þannig vinnur hún; komi ein saga verður að bæta við þeirri næstu. Og eins og sagði í tilvitnuninni: Það „gafst ekki mikill tími til samræðna“. Það varð að segja sögurn- ar. Sagnaþörfin er frumþörf sem kæfir allt annað, sér í lagi samrœðuna. Sagan hefur aðeins eina rödd sem þaggar niður í öllum öðrum og væntir heldur ekki svars, aðeins annarrar sögu. Það kemur í hlut sonarins að vinna gegn þessu stöðuga áframhaldi sagna- listarinnar. Hann sker göt á sagnaborð- ann og stoppar þau með öðrum röddum, velur, tálgar og síðast en ekki síst: — efast. Hann segist stöðugt ekki vera vandanum vaxinn. Allt starf hans er honum erfitt og það samræmist ekki neinum þeim líkönum sem fjölskylda hans þekkir. Honum gengur illa að fóta sig í skólakerfinu. Hann er heldur eng- inn sérstakur bógur í viðskiptalífinu. Hann er á allan hátt laus við að geta búið til sögu. í augum föður síns er hann hálfþartinn misheppnaður. Starf hans, skriffirnar, er í raun ósöguhæft. Á með- an allar gjörðir föðurins skapa sögur, ef ekki goðsögur, er sonurinn fullkomlega laus við allt slíkt. Jafnvel þegar faðirinn hefur misst allt ffá sér er hann enn að búa til sögur úr umhverfi sínu. Jafnt í sínu dýpsta feni sem á hátindi athafna- semi sinnar er hann lifandi sagnavél. Starf sonarins er kannski óhæft til að skapa sögur, til að taka þátt í hinni beinu línu söguflaumsins, en það færir þessa línu inn í hlykkjótt samhengi skriftar- innar, þar sem aðrar raddir fá einnig að komast að. Þar sem grundvöllur sagna- gerðarinnar, þ.e.a.s. goðsögutrú samfé- lagsins, er gagnrýndur. Án hins skrifandi sögumanns myndi sagnalistin í textum Einars Kárasonar felast í eilífri kúgun sagnavélarinnar. Hún yrði að rödd sem þaggaði niður í öllum öðrum röddum og myldi þær í sitt sögumél. Frumefriin Líkt og það eru tveir sögumenn sem ráða ferðinni í þessum textum má greina þar tvö frumefni: loft og jörð. Textinn er alltaf að umbreyta fyrra frumefninu í það síðara. Hann stefnir alltaf niður, fellur niður úr loffinu og niður á jörðina en hann lætur heldur ekki staðar numið þar; hann ummynd- ast í jörð. Gulleyjunni (1985) lýkur á einni túnþöku sem hefur sogað í sig all- an sagnaheiminn. Þar geymir jörðin sögurnar. En fyrst verða þær að leika um í loftinu því viðburðirnir væru aldrei það sem þeir væru ef þeir fengju ekki að svífa. Þeir fæðast af jörðu og eru þaðan komnir en þeir öðlast fyrst ljóma sinn þegar þeir lyffa sér upp í hæstu hæðir. Því sögurnar hafa tilhneigingu til að stíga hærra og hærra upp í loftið, verða sífellt ójarðbundnari, nálgast goðsögur, heilagramannasögur. Þetta eru sögur af TMM 1995:2 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.