Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 119
Stundum setur hann sagnamanninn
jafnvel á svið, rétt eins og til að sýna
lesendum hvernig sagnavélin starfar.
Hópur manna hefur safnast saman og
það er verið að segja sögu: „Ég kom um
kaffileytið og mannskapurinn sat inni á
kaffistofu og kjaftaði saman. Mér var vel
fagnað [...] en í bili gafst ekki mikill
tími til samræðna vegna þess að bílstjóri
sem hafði slæðst inn í kaffi var að segja
sögur af Múnkhásen barón“ (bls.72).
Hér er söguhráefnið að verða til. Þarna
á kaffistofúnni, rétt eins og á hundruð-
um kaffistofa út um allar trissur er verið
að skapa efni fyrir sagnavélina. Menn
koma saman, einn segir frá, annar bætir
við betur, rétt eins og Bárður Killian sem
er þannig lýst að „aldrei heyrði [hann]
svo sögu sagða að hann legði ekki eina
til málanna sjálfur“ (74). Hann er eins
og fyrr sagði sjálf sagnavélin, þannig
vinnur hún; komi ein saga verður að
bæta við þeirri næstu. Og eins og sagði í
tilvitnuninni: Það „gafst ekki mikill tími
til samræðna“. Það varð að segja sögurn-
ar. Sagnaþörfin er frumþörf sem kæfir
allt annað, sér í lagi samrœðuna. Sagan
hefur aðeins eina rödd sem þaggar niður
í öllum öðrum og væntir heldur ekki
svars, aðeins annarrar sögu.
Það kemur í hlut sonarins að vinna
gegn þessu stöðuga áframhaldi sagna-
listarinnar. Hann sker göt á sagnaborð-
ann og stoppar þau með öðrum
röddum, velur, tálgar og síðast en ekki
síst: — efast. Hann segist stöðugt ekki
vera vandanum vaxinn. Allt starf hans er
honum erfitt og það samræmist ekki
neinum þeim líkönum sem fjölskylda
hans þekkir. Honum gengur illa að fóta
sig í skólakerfinu. Hann er heldur eng-
inn sérstakur bógur í viðskiptalífinu.
Hann er á allan hátt laus við að geta búið
til sögu. í augum föður síns er hann
hálfþartinn misheppnaður. Starf hans,
skriffirnar, er í raun ósöguhæft. Á með-
an allar gjörðir föðurins skapa sögur, ef
ekki goðsögur, er sonurinn fullkomlega
laus við allt slíkt. Jafnvel þegar faðirinn
hefur misst allt ffá sér er hann enn að
búa til sögur úr umhverfi sínu. Jafnt í
sínu dýpsta feni sem á hátindi athafna-
semi sinnar er hann lifandi sagnavél.
Starf sonarins er kannski óhæft til að
skapa sögur, til að taka þátt í hinni beinu
línu söguflaumsins, en það færir þessa
línu inn í hlykkjótt samhengi skriftar-
innar, þar sem aðrar raddir fá einnig að
komast að. Þar sem grundvöllur sagna-
gerðarinnar, þ.e.a.s. goðsögutrú samfé-
lagsins, er gagnrýndur. Án hins skrifandi
sögumanns myndi sagnalistin í textum
Einars Kárasonar felast í eilífri kúgun
sagnavélarinnar. Hún yrði að rödd sem
þaggaði niður í öllum öðrum röddum
og myldi þær í sitt sögumél.
Frumefriin
Líkt og það eru tveir sögumenn sem
ráða ferðinni í þessum textum má
greina þar tvö frumefni: loft og jörð.
Textinn er alltaf að umbreyta fyrra
frumefninu í það síðara. Hann stefnir
alltaf niður, fellur niður úr loffinu og
niður á jörðina en hann lætur heldur
ekki staðar numið þar; hann ummynd-
ast í jörð. Gulleyjunni (1985) lýkur á
einni túnþöku sem hefur sogað í sig all-
an sagnaheiminn. Þar geymir jörðin
sögurnar. En fyrst verða þær að leika um
í loftinu því viðburðirnir væru aldrei
það sem þeir væru ef þeir fengju ekki að
svífa. Þeir fæðast af jörðu og eru þaðan
komnir en þeir öðlast fyrst ljóma sinn
þegar þeir lyffa sér upp í hæstu hæðir.
Því sögurnar hafa tilhneigingu til að
stíga hærra og hærra upp í loftið, verða
sífellt ójarðbundnari, nálgast goðsögur,
heilagramannasögur. Þetta eru sögur af
TMM 1995:2
113