Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 121
úr heiminum. Geirmundur orðinn að hrói osfrv. Það er ekkert eftir nema jörð- in, ekkert eftir nema að skrifa. Aftur endurtekur sig spennan á milli söguvél- arinnar og hins skrifandi sögumanns, föðurins og sonarins; þeir eru loft og jörð. Að skrifa er að gera hið loftkennda að efhi, að breyta eter í mold. En án loftsins næðu sögurnar aldrei að verða til og án jarðar myndu sögurnar að eilífu svífa þar um og ef til vill leysast að end- ingu upp, svífa upp í gufúhvolfið og leka út um ósongötin. Þannig þarfnast sá sem skrifar sagn- anna. Dæmi: Systir HaUdórs heitir Ingi- björg. Hvað fær lesandinn að vita af henni, jú, hún var alltaf góða barnið, gekk menntaveginn, varð tannlæknir, settist að í Vestmannaeyjum með manni sínum sem er læknir. Hvað geta Bárður og Halldór Killian sagt okkur um slíkt fólk? Ekki neitt. Það hefur ekki í sér sögueterinn. Helsti óvinur sagnavélar- innar er hið venjulega, hversdagslega, tamning veruleikans — jörðin. Helsti óvinur skrifarans er hið ýkjukennda, hið hættulega brjálaða — loftið; en hann getur ekki verið án þess. Samt kemur allt að lokum aftur til jarðar. Einar rekur alla loftfimleikana aðeins til að sýna að þegar við sitjum á jörðinni, hvert við hlið annars, er allt það sem þessar loftsögur snúast um óraunverulegt. Allt hrynur til þess að staðfesta nálægð við hluti, nálægð við fólk handan hins loftkennda veruleika þar sem hlutirnir eru ekki lengur áþreif- anlegir sökum þess að þeir hafa verið færðir út úr umráðasvæði okkar og sett- ir í samband við hugsjónir og mann- skilning sem breyta ásýnd þeirra. Þegar allt er orðið að engu sjá menn skyndilega gleraugnalaust það sem er fyrir framan þá. Persónur taka á sig nýja mynd. Við nálgumst eitthvað sem kannski, þegar allt kemur til alls, skiptir máli, að minnsta kosti meira máli en hetjusögur loftsins. En hvernig á sagnavél Einars að segja slíka sögu? Þessi saga er í raun lýrísk saga sem lifir ekki á sagnahráefn- inu heldur á skynjunum og hinu skrif- aða. Hún er í algerri mótsögn við eðli sagnavélarinnar. En það er einmitt þessi spenna sem gerir skáldsögur Einars svo merkilegar. Fullar af sagnaþrá, af ómót- stæðilegri hvöt til að segja sögur út í hið óendanlega, eru þær um leið bornar uppi af sögumanni sem ekki vill segja sögu, sögumanni sem vill losa sig við sögurnar til að sjá veruleikann betur. Þessi sögumaður er á móti sögunum vegna þess að þær eru bornar uppi af glaphyggju. Um leið og ein saga hefst er búið að draga upp heilan heim og þessi heimur er óhagganlegur og óbifanlegur. Ein saga tekur við af annarri vegna þess að aðeins á þann hátt helst heimurinn óbreyttur. En þegar allar sögurnar hafa hrapað niður úr loftinu og til jarðar rennur upp tími Halldórs Killians. Hann lýsir á nokkrum blaðsíðum, í nokkrum setningum, hvernig allt lítur út í raun og veru og sagnaflóðið hefur skyndilega öðlast annað inntak. Það býr til bakgrunn fyrir þessar fáeinu blaðsíð- ur. Ef hin lýríska saga af veruleikanum eins og hún kemur fyrir í verkum Einars Kárasonar væri tekin saman þá væri hún líklegast vart lengri, hún væri ekki nema fáeinar blaðsíður. En í þeirri mynd væri hún líklegast heldur „klén“. Hún rís að- eins upp af grunni sagnanna af fíflaskap og brjálæði loftfimleikamannanna, at- hafnamannanna sem allir lentu að end- ingu með höfuðið í moldinni. Frágangsasi Eins og áður sagði má heimfæra flest það sem segja má um Kvikasilfur upp á Heimskra manna ráð og öfugt. Þessar TMM 1995:2 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.