Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 5
Eysteinn Þorvaldsson Framhjá Þögnuðuholtum Náttúruvernd í ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar Náttúruljóð hafa verið drjúgur hluti af íslenskum kveðskap frá upphafí en náttúrugildin hafa oft breyst. Mismunandi viðhorf og breytileg náttúruskynjun setja mark sitt á náttúruljóðin á ýmsum tímum og skáldin leggja því áherslu á ólík atriði: fegurð, nytsemi, hollustu, tegundir lífríkisins, tengsl manns og náttúru og guðdóm náttúrunnar. í elstu kvæðum íslenskum sem varðveist hafa eru gagnorðar náttúrulýsingar með skýru gildismati, t.d. í þessu vísubroti úr Völuspá: Sól skein sunnan á salar steina, þá var grund gróin grænum lauki. í goðakvæðunum er nokkuð um slíkar ytri náttúrulýsingar með víðu sjón- arsviði og glöggri sýn að utan. f hetjukvæðum og dróttkvæðum er náttúran hinsvegar oftast umgjörð mannlífs og frá upphafi má lesa úr slíkum kvæðum tengsl við tilfinningalíf þótt því sé mjög í hóf stillt. f þessum forna kveðskap birtist sumstaðar velþóknun á gróðri og veðursæld, eins og í dæminu hér að framan, en hvergi skynbragð á „fegurð“ náttúrunnar, hvað þá náttúrudýrk- un. Þegar guð Gamla testamentisins hafði skapað karl og konu sagði hann við þau: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina, og gjörið ykkur hana undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum sem hrærast á jörðinni!" (f. Mósebók, 1,28-28). Þessum fyrirmælum guðs forngyðinga hefur maðurinn framfylgt með miklum öfg- um, ekki þó alltaf af trúarástæðum, heldur af græðgi og fávisku eins og kemur æ óþyrmilegar í ljós nú á dögum. Löngum hefur verið talað og ort um samhljóm og samræmi manns og náttúru. Umgengni fólks við náttúruna hefur hinsvegar sjaldnast verið í samræmi við slíkt sjónarmið. Á rómantíska skeiðinu byggðist trúarleg nátt- úrudýrkun á slíku viðhorfi, og æ síðan hefur fólk skynjað að slík samsvörun TMM 1997:4 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.