Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 5
Eysteinn Þorvaldsson
Framhjá Þögnuðuholtum
Náttúruvernd í ljóðum Stefáns Harðar Grímssonar
Náttúruljóð hafa verið drjúgur hluti af íslenskum kveðskap frá
upphafí en náttúrugildin hafa oft breyst. Mismunandi viðhorf og
breytileg náttúruskynjun setja mark sitt á náttúruljóðin á ýmsum
tímum og skáldin leggja því áherslu á ólík atriði: fegurð, nytsemi, hollustu,
tegundir lífríkisins, tengsl manns og náttúru og guðdóm náttúrunnar. í elstu
kvæðum íslenskum sem varðveist hafa eru gagnorðar náttúrulýsingar með
skýru gildismati, t.d. í þessu vísubroti úr Völuspá:
Sól skein sunnan
á salar steina,
þá var grund gróin
grænum lauki.
í goðakvæðunum er nokkuð um slíkar ytri náttúrulýsingar með víðu sjón-
arsviði og glöggri sýn að utan. f hetjukvæðum og dróttkvæðum er náttúran
hinsvegar oftast umgjörð mannlífs og frá upphafi má lesa úr slíkum kvæðum
tengsl við tilfinningalíf þótt því sé mjög í hóf stillt. f þessum forna kveðskap
birtist sumstaðar velþóknun á gróðri og veðursæld, eins og í dæminu hér að
framan, en hvergi skynbragð á „fegurð“ náttúrunnar, hvað þá náttúrudýrk-
un.
Þegar guð Gamla testamentisins hafði skapað karl og konu sagði hann við
þau: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina, og gjörið ykkur hana
undirgefna og drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir
öllum dýrum sem hrærast á jörðinni!" (f. Mósebók, 1,28-28). Þessum
fyrirmælum guðs forngyðinga hefur maðurinn framfylgt með miklum öfg-
um, ekki þó alltaf af trúarástæðum, heldur af græðgi og fávisku eins og
kemur æ óþyrmilegar í ljós nú á dögum.
Löngum hefur verið talað og ort um samhljóm og samræmi manns og
náttúru. Umgengni fólks við náttúruna hefur hinsvegar sjaldnast verið í
samræmi við slíkt sjónarmið. Á rómantíska skeiðinu byggðist trúarleg nátt-
úrudýrkun á slíku viðhorfi, og æ síðan hefur fólk skynjað að slík samsvörun
TMM 1997:4
3