Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 7
FRAMHJÁ þögnuðuholtum meðferðin á þeim hluta óbyggðanna sem notaður hefur verið sem beitiland. Þessi sorgarsaga fékk hinsvegar engan samastað í kveðskap íslenskrar sveita- menningar. Á sama tíma og náttúrunni var spillt í sífellu og auðlegð hennar sóað ortu skáldin hugnæm kvæði um hið fagra föðurland með blóm í dal og björk og lind í hlíð og fjöll sem rísa í sunnanblæ á meðan jörðin teygar loftsins vín, og þar fram eftir götunum. Myndir úr náttúrunni hafa allt frá tíma rómantíkur verið mjög algengar sem umgerð og skreyting í íslenskum kveðskap. Skilningur á vistkreppu og náttúruvernd vaknaði seint hér á landi en á seinustu áratugum hefur hann aukist og ýmislegt er nú reynt til að sporna við eyðingunni sem enn fer þó vaxandi. Að sjálfsögðu er fjallað um hinar ógnvænlegu afleiðingar rányrkju og mengunar í fræðiritum, en skáldin tjá sjónarmiðin á annan hátt og höfða til annarra eðlisþátta mannsins en raunvísindin. í þessari umfjöllun er hugtakið „náttúruljóð" notað um þau ljóð sem tjá íhygli og þroskaða vitund um ríki náttúrunnar. Af íslenskum skáldum hefur Stefán Hörður Grímsson fyrstur og skilmerki- legast ort um náttúruna frá vistfræðilegu sjónarmiði. Hann hefúr deilt á framferði mannsins sem tortímir náttúrunni og bent á rányrkjuna og varað við afleiðingunum. Þessi ljóð Stefáns Harðar eru misjafnlega skorinorð, ýmist harðskeytt eða kaldhæðin eða hógvær áminning með alvarlegum undirtóni. Þungi ádeilunnar er jafhan fólginn í sterkum myndum, fáguðu orðfæri og orðsköpun sem lýsir einstakri hugkvæmni í að búa um ferskar líkingar og víðtæka hugsun í nýjum orðum. Þess ber að geta að Stefán Hörður hefur einnig ort náttúruljóð sem ekki beinast að vistfræðivandan- um, heldur lýsa náttúrunni sem frumlægu afli og áhrifum hennar á skynjun og sálarlíf manna. Eitt hið þekktasta þeirra er Vetrardagur þar sem brugðið er upp tærum, köldum og kyrrum myndum af íslensku vetrarlandslagi, en í lokaerindinu gengur maðurinn inn í þetta harðfrosna, stórbrotna landslag og er ærið smár í umhverfinu: Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu með fjöli á herðum sér. (Svartálfadans) Viðhorfin í hinum vistfræðilegu náttúruljóðum Stefáns Harðar einkennast af varnaði gegn eyðingu náttúruríkisins, bæði manna og annars lífs, ádeilu á mengun umhverfisins, og ennfremur heldur hann fram rétti lífsfyrirbæra í ýmsu formi gagnvart yfirgangi og rányrkju mannsins. Ljóðin spanna hin TMM 1997:4 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.