Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 13
FRAMHJÁ ÞÖGNUÐUHOLTUM manna og arðræningja. Hin andstæðu mótíf ljóðsins benda til þess að ávirðingarnar séu ekki síst á sviði umhverfismála. Annarsvegar eru snakk- arnir, valdsmennirnir sem sækja vald sitt og viðurværi í hið ófrjóa og rányrkta - en það gæti átt við hvorttveggja: veraldlegt svið og andlegt. Hinsvegar eru svo varnarlaus börn sólarinnar sem hljóta svikna vöru. Hér er í senn fjallað um ffamgöngu valdhafa við þegna í þjóðfélaginu og um gjafakorn auðugra ríkja til fátækra þjóða þriðja heimsins. Það er ekki bein- línis lystugt sakramenti sem fólki er boðið. Hinir nauðbitnu hagar mamm- ons er kaldhæðin og eftirminnileg nafngift á hinu rányrkta eyðilandi: Þar eð viðbitið er ffoða snakka sem svikist hafa undir geldar ösnur í nauðbitnum högum mammons, er náðarkornið handa varnarlausum börnum sólarinnar sýklum blandið. (Yfir heiðan morgun) Ljóðið Verðmiði er beinskeytt ádrepa og tjáir heilaga reiði vegna tíðra frétta í fjölmiðlum um að kópar séu flegnir lifandi í Kanada en selveiðimenn fullyrða að slíkt sé ekki gert. Hvort sem slíkar fréttir eru lognar eða sannar, voru þær notaðar til að hvetja fólk til að kaupa ekki klæðnað eða vörur úr selskinni. Undir þennan áróður tekur ljóðið: þóknast yður holdrosar neonljósadætur séu þeir lausir við sýnilegt blóð? (Yfír heiðan morgun) Síðan er selunum jafnað við mannfólkið: „fláning lifandi barns“. Urtusorg er jafnað við móðurharm. Kvæðið má skilja sem kröfu um að maðurinn hætti að drepa aðrar lífverur og nytja þær. Slíkt náttúruverndarsjónarmið er mjög umdeilt og margir benda á að það muni ekki leiða til farsæls jafnvægis í náttúrunnar ríki, auk þess sem alger friðun myndi hafa afdrifaríkar félags- legar og efhahagslegar afleiðingar. En fyrst og fremst er ljóðið ádeila á þetta meinta, kvalafulla dráp á selkópum. Ljóðið er vissulega myndrænt en óvenjulega mælskt af hálfú Stefáns Harðar og því veldur heilög reiðin. 11 TMM 1997:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.