Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 23
LIST AMANN SLÍF varasamar fyrir unga listamenn. Það ber vott um fákunnáttu. Gamla hljóm- fræðin, fegurðarímynd Fjárlaganna eða fingraæfingar Chopins eru ismar rétt eins og hvað annað. Ismi var skammaryrði um list sem afturhaldsdrjólar voru á móti, og það var notað undantekningarlítið, í mínu ungdæmi, um það áhugaverðasta í list. 4 Núna sé ég tónlist eftirstríðstímans úr nokkurri fjarlægð. Hún var mjög ómstríð og sundurtætt, enda endurspeglaði hún yfirgengilega reynslu.Þýski heimspekingurinn Adorno spurði hvort nokkur siðmenning væri möguleg eftir Auschwitz. Það var þörf spurning. Nýja tónlistin var ólík flestu því sem menn höfðu áður gert. Menn vildu losna ffá hræðilegri fortíð glæpa og þjáninga og gera eitthvað nýtt og betra, eitthvað sem aldrei hafði heyrst áður og var ólíkt öllu því sem áður var þekkt. Fara aftur á byrjunarreitinn. Die Stunde Null sögðu Þjóðverjar. Mig undrar núna hvað þessi tónskáld voru ung þegar þau höfðu haslað sér völl: Boulez, Stockhausen, Nono, Penderecki og fleiri. Þeir sömdu frábærustu verk sín rúmlega tvítugir. Þessir snillingar voru mjög bráðþroska. Snillingar eru það kannski alltaf. Ég er enn þeirrar skoðunar að séu listamenn ekki búnir að gera eitthvað bitastætt fyrir þrítugt, geri þeir það aldrei. Þess vegna sagði ég alltaf við nemendur mína: Flýtið ykkur! Það er ekki eftir neinu að bíða. Menn dreymdi um, og sáu fyrir, samlífi vísinda og tónlistar. Þetta er ekkert nýtt, slíkar hugmyndir voru mjög algengar á miðöldum. Menn héldu sig geta notað tölffæði í þágu listarinnar og sýsluðu með talnaraðir, permútasjónir, staðtölufræði, notuðu hugtök æðri stærðfræði, efna- og eðlisfræði, án þess að skilja þau til hlítar. Þannig varð seríalisminn - raðtæknin - til. Allt tengdist þetta raftónlistinni. Sú tækni kom til sögunnar og síðar tölvutæknin, sem menn reyndu að samhæfa og aðlaga hinum listrænu lögmálum. Menn vildu burt ffá merkingarlausum tilfinningabelgingi, útjaskaðri rómantík þeirra innihaldslausu slagorða sem einkennt höfðu menningarstefnu fasistaríkj- anna. Þjóðremban hér er hluti af þessu. Við fáum nóg af henni 17.júní í músik. Það er athyglisvert að frumkvöðlar seríalismans, Boulez og Stockhausen, sömdu aðeins eitt verk hvor eftir ströngustu kokkabókum fyrirframákveð- innar sjálfvirkni, og voru á undan öðrum að leita eftir nýjum sveigjanlegri aðferðum. Sporgöngumennirnir héldu áfram að stæla þetta eina verk og afturhaldsdrjólarnir að velta því enn fyrir sér hvort yfirhöfuð sé hægt að semja góða tónlist með svo vondum aðferðum. Og það undarlega var að það TMM 1997:4 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.