Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 24
ATLI HEIMIR SVEINSSON tókst í einstaka tilvikum. Með sérviskulegum aðferðum tókst Luigi Nono að gera mikil og átakanleg hádramatísk tónverk. Þetta er undantekningin sem sannar regluna. Nono var líka snillingur! Mér finnst til lítils að rífast um tólftónaaðferðina eða seríalismann. Það er eins og að rífast um dúr- og mollkerfið. Tólftónaaðferðin reyndist sumum vel. Tólftónamennirnir, Schönberg, Berg og Webern, voru fremstu tónskáld síns tíma. Þó Mozart og Beethoven hafi samið snilldarverk í dúr og moll hefur það sama kerfi ekki náð að lyfta íslenskum bergrisum til flugs á ofanverðri 20stu öld. Bullið batnar ekki þótt það sé í C-dúr. Það er nefnilega útkoman sem gildir, ekki aðferðin. 5 Hér var mikið rætt um hvort listin ætti að vera þjóðleg eður ei. Eins og vanalega þegar þröngsýnt og ráðvillt fólk reynir að rökræða endaði umræð- an í endaleysu: Öll þjóðleg list er alþjóðleg og öll alþjóðleg list er þjóðleg. Til þess að vera þjóðlegur þarf maður að vera alþjóðlegur ... og svo framvegis. Að þessari niðurstöðu fenginni gátu allir unað glaðir við sitt. En útkoman var óttalegt klúður í flestum tilvikum, nema hjá Jóni Leifs. Verk hans gnæfðu uppúr. Og það er mikill munur á rammíslenskum tóni hans og þjóðlagatilgerð hinna. Ég var sakaður um „að skammast mín fyrir íslenska brekánið“ og vilja „skreyta mig með erlendu hýjalíni“, og lét mig hafa það. Yfirleitt var umræðan í vælutón eða einkenndist af sjálfsánægju og sjálf- birgingshætti. Ég tók engan þátt í henni nema einu sinni í Listamanna- klúbbnum. Menn voru að ræða hvað það væri erfitt að skapa list. Ég hef sjálfsagt verið búinn að fá mér nokkra tvöfalda asna og ég sagði: „Ekki ef maður er séní“. Þetta þótti ekkert fyndið, þaðanafsíður gáfulegt, því hér átti fólk að vera alvarlegt. Svona töluðu hrokafullir reiðir ungir menn. Ung tónskáld segja að aldrei sé erfiðara að semja en nú. Hvað hafa þessir menn til samanburðar? Hversu erfitt var að semja bitastæða tónlist áður fyrr? Þetta var löngum sagt og sjálfsagt hef ég einhverntíma tekið þátt í þessum kór líka. En eins og kunnugt er eiga listamenn að vera auðmjúkir á íslandi. Það var mikið talað um hina reiðu ungu menn. Ég var aldrei reiður, bara ungur. En ég var aldrei auðmjúkur. Alla vega ekki gagnvart yfirvöldunum. Og ég veit að Listagyðjan vill ekki auðmjúka þjóna. Hún vill trúaþjóna sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar og taka áhættu. Ég vildi gera tónlist sem var íslensk og erlend, gömul og ný, hefðbundin og frjáls í senn. Persónuleg og einstaklingsbundin tjáning en um leið hluti 22 TMM 1997:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.