Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 27
LISTAMANNSLÍF
gaf ég mér aldrei nógan tíma til að sinna henni sem skyldi. Þó hefur hún fylgt
mér allar götur og áhrifa frá henni gætir eflaust í verkum mínum.
Síðar komu tölvurnar til sögunnar sem kölluðu á nýjar aðferðir og nýja
fagurfræði. Allt hefur þetta aukið möguleikana og fjölbreytnina. En um leið
verður valið erfiðara. Fjölbreytnin á ljósvakanum jókst ekki með fjölgun
rásanna. Það var aðeins útvarpað meira magni af því sama. Þannig er þetta
með tölvutæknina og elektróníkina. En mér finnst nauðsynlegt tónskáldum
núna að fást við þessa nýju tækni. Hætt er við að hún lendi í tækja- og
tæknidýrkun eins og í poppinu.
7
Allt sem heyra má er efniviður í tónlist, tónar og þagnir, öll hljóð hvort sem
þau flokkast undir hávaða eður ei. Þetta er afrakstur módernismans og
raftónlistarinnar. Allir stílar allra tíma og allar hefðir í heimi geta staðið
saman í tónlist nútímans. Það má segja að ekkert sé bannað. En það var aldrei
neitt bannað. Miklir listamenn gerðu nákvæmlega það sem þeim datt í hug
og sannfæring þeirra sagði þeim. Það er fáránlegt að segja að hér áður fyrr
hafi eitthvað verið bannað.
En efniviðurinn er jafn vandmeðfarinn og fyrr. Það var ekki allt klassískt
sem samið var í C-dúr. Margt var bullað, og er ennþá bullað undir gömlum
háttum, sem fuskarar telja að séu upphaf og endir alls. Og innblástur er
forréttindi fárra, rétt eins og áður. Á öllum tímum eru loddarar sem blekkja
samatímamenn sína. Verstir finnast mér þeir sem þykjast vera fulltrúar
„gömlu meistaranna".
Núna tala ungir menn um að Stockhausen, Kölnarskólinn og Darm-
stadthópurinn (en þar voru, og eru, merkileg sumarnámskeið í nútímatón-
list) hafi stjórnað tónlistarstefnum í Evrópu á sjötta og sjöunda áratugnum.
Þetta er algjör firra. Áhrif Stockhausens voru mikil, því hann samdi frábær
verk, hafði einstakt fræðilegt hugmyndaflug, og hæfileika til að sjá hlutina í
nýju ljósi, óvæntu samhengi, og hann hafði upptendrandi útgeislun. Hann
hafði sína hirð rétt eins og fleiri góður listamenn; þar trúðu sumir hverjir
stíft á meistarann.
En ég kannast ekki við að neinar tilskipanir hafi verið gefnar út í Darm-
stadt, neinir opinberir dómar felldir um hvað væri gott og vont. Hvenær og
hvar? Mér er spurn.
Það er algeng aðferð í umræðum hér á landi, þó ekki sé hægt að kalla hana
séríslenska, að gera andstæðingnum upp skoðanir, helst fáránlegar, og ráðast
síðan á þær.
TMM 1997:4
25