Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 34
ATLI HEIMIR SVEINSSON lottu Moorman. Hún hafði samfarir við sellóið á sviðinu og hann beraði á sér bossann. Það voru allir mjög reiðir og ég var útlægur ger úr íslensku listalífi um langan tíma. Musica Nova baðst afsökunar á öllu saman og talaði um „rusl á öskuhaugum stórborganna“ sem villst hefði hingað til lands. Það var víst Paik. Útnesjamennskan hefur löngum verið sterk í þjóð okkar. En þetta gerði ekkert til því Jón Gunnar Árnason stóð með mér, Hreinn Frið- finnsson, Erró, Þrándur Thoroddsen og svo auðvitað Dieter Roth. Charlotta er látin en Paik er nú viðurkenndur einn mesti listamaður samtímans. Hann hefur þróast frá tónlist yfir í myndlist og vídeolist og fæst mikið við sjónvörp: vill eyðileggja miðilinn innanfrá. Hann býr í New York og Dusseldorf að ég held. 12 List er pólitísk, en ekki flokkspólitísk. List er líka annað og meira en pólitík. Á kaldastríðstímanum var mikið rætt um samband listar og pólitíkur og margt bullað. íhaldið sagði að ef list væri pólitísk þá hætti hún að vera list og kommarnir sögðu að ópólitísk list væri ekki list. Listamaðurinn endurspeglar það þjóðfélag sem hann lifir og hrærist í: kennir til í stormum sinnar tíðar. En þarmeð er sagan aðeins hálfsögð. List sem rís undir nafni lyftir sér líka yfir tímann og tengir aldirnar saman. Það er of mikil einföldun að segja að Mozart sé fulltrúi upplýsingartímans í Evrópu, verk hans séu afsprengi konungs einveldis. Verk Mozarts eru, eins og öll góð listaverk, betri og merkilegri en sá tími og þjóðfélag sem þau urðu tilí. 13 Það var oft gaman að kenna. Það er mikil gæfa að fá að vera með ungu fólki. Ég hafði mikla ánægju af að taka þátt í og byggja upp framhaldsdeild við Tónlistarskólann í Reykjavík, deild tónsmíða og tónfræða. Á frumbýlingsár- unum var einhver kraftur sem ég held að hafi horfið með árunum. Ég skipulagði árlega nemendatónleika þar sem flutt voru ný verk eftir sem flesta nemendur. Oftast fluttu nemendur sjálfir verkin. Og svo var töluverð sam- vinna milli listaskólanna allra, sem nemendur sáu að mestu leyti sjálfir um. Nú halda menn að ungt fólk efni ekki til samvinnu, nema margir skólar séu undir sama þaki og sé stjórnað úr einni skrifstofu. Þetta voru aðalrökin fyrir sameiningu allra listaskólanna í einn. Ég er þeirrar skoðunar að gagnslaust sé að kenna tónsmíðar ef nemendur fá ekki að heyra það markverðasta sem þeir setja á blað. Og þetta voru oft 32 TMM 1997:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.