Tímarit Máls og menningar

Volume

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 36
ATLl HEIMIR SVEINSSON Atli Heimir Sveinsson og Thor Vilhjálmsson að vinna að Vikivaka 1990. vonda gagnrýni í gegnum tíðina, mest ónot sem ég svaraði aldrei. Hún braust oftast fram þegar mér gekk vel í starfi, hafði komið frá mér stórum verkum eða fékk einhverjar viðurkenningar erlendis. Það er eitt af mínum prínsípp- um að svara aldrei gagnrýni hér á landi, til þess er hún á of lágu plani. Þó gerði ég nýlega undantekningu frá reglunni, vegna þess að ómaklega var verið að ráðast að samstarfsmönnum mínum. Gagnrýnendur flestir eru illa ritfærir, illa menntaðir og öfundsjúkir. Engin samræða er möguleg að siðaðra manna hætti sem uppbyggileg má teljast. Og ég vil ekki, get ekki, farið niður á plan krítikera. En gagnrýnisnöldrið gerði mér ekkert til, nema síður sé. Þjóðin tekur ekkert mark á gagnrýnendum. Hún veit sínu viti og listrænn kompás hennar er í lagi. Það var endalaust reynt að telja henni trú um að Halldór Laxness gæti ekki skrifað, Jón Leifs ekki kompónerað, Steinn Stein- arr ekki ort, Svavar Guðnason ekki málað. En árangurslaust. Og reynt var að heíja meðalmennskuna og fúskið upp til skýjanna á kostnað snillinganna, en árangurslaust, og þar stóðu að verki helstu andans- og valdsmenn þjóð- arinnar. Svo ég hef aldrei haft neinar áhyggjur. Þvert á móti. Þegar ég fer í taugarnar á gagnrýnendagenginu, er það mér vísbending um að ég sé á réttri leið. Ég ákvað þegar ég kom heim frá námi að verða aldrei bitur hvernig sem allt færi. Bitur maður skapar ekki góða list. Og fátt er nöturlegra er bitrir listamenn, vonsviknir og vansælir, sem öfundin nagar. Ég held að mér hafi tekist þetta að mestu leyti: ég er oftast í góðu skapi. 34 TMM 1997:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue: 4. tölublað (01.12.1997)
https://timarit.is/issue/381268

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

4. tölublað (01.12.1997)

Actions: