Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 37

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 37
LISTAMANNSLÍF Ég hef líka reynt að staðna ekki. Það er ótrúlegt hvað listamenn eru fljótir að staðna. Sumir virðast stefna að því að staðna sem fyrst. Þessir menn berjast íyrir litlu sæti, og verja það með kjafti og klóm ef einhver kemur of nálægt. Og menn rotta sig saman í klíkur og svo bítast klíkurnar um bitana. En þannig er þetta allsstaðar. Návígið er aðeins meira hér í fámenninu. Og stundum verður smávegis busl í andapollinum, en í rauninni kemur öllum vel saman og þar er hlýtt. Og allir eru jafn drullugir - það er að segja dálítið drullugir. Ekki mikið, bara soldið. Þetta er menningarlífið hér. Mér sárnaði þó einu sinni. Á mig var borið að ég mismunaði nemendum. Sagt var að þeir sem ekki aðhylltust „alþjóðlegan módernisma“ fengju bágt fyrir, og væru látnir gjalda þess ef þeir kompónerðu öðru vísu músik en ég. Maður er berskjaldaður gegn svona rógi. Nemendurnir hneyksluðust meira en ég. Og auðvitað vissi rógberinn betur, hann var í vanmætti sínum að reyna að koma höggi á mig. 15 Ég hef nokkrar meginreglur þegar ég kompónera. Ein er sú að hvert verk sé gjörólíkt því næsta á undan. Svo reyni ég að gera eins ólíkt því sem önnur tónskáld, hér heima og annarsstaðar, hafa verið eða eru að gera. Debussy sagði: ég hugsa mér alla þá músik sem ég þekki og vel svo það besta úr. Þetta er hættuleg aðferð, en stundum áhrifarík. Fúskaraliðið er af skiljanlegum ástæðum á móti frumleika. Reynir að rugla honum saman við fáránleika (sem á sér vissulega þegnrétt í listinni!) Segja að ekki sé hægt að vera frumlegur. En frumleiki er mjög sjaldgæfur og fáum gefinn - aðeins þeim útvöldu. Þeir sem ekki hafa frumleika ættu ekki að reyna að vera frumlegir. Sérhvert listaverk er bæði sköpun og stæling, þetta tvennt blandast saman, í ýmsum hlutföllum. Sum verk eru aðeins stæling og þau eru ekki mikils virði. Svo er líka vandi að stæla. Sumar stælingar eru hörmulegar - aðrar listilega vel gerðar. Ég held að í öllum merkilegum listaverkum sé sköpunin nokkuð sterk svo og frumleikinn. Einu sinni ræddi ég við norska tónskáldið Arne Nordheim um „ritþjófn- að“. Hann sagði: „Þetta er allt í lagi. Þeir góðu stela ffá þeim góðu og þeir vondu frá þeim vondu.“ Tveir starfsbræður mínir rifust af heift, eins og götustrákar, um 16 takta, tæpar 8 sekúndur, af kvikmyndabakgrunnstónlist. Annar þóttist hafa orðið fyrir æru- og eignartjóni, hinn sagðist mega nota almenningseignarbrota- silfur þó það væri eftir aðra. Úr þessu varð mikið mál, öllum þátttakendum til minnkunar, en fleiri létu til sín taka. Það hefur oft verið stolið frá mér, og TMM 1997:4 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.