Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 38
ATLI HEIMIR SVEINSSON mér er alveg sama. Ég er raunar ánægður, því eftir því sem meira er stolið frá mér, fæ ég fleiri hugmyndir. Svona er Guð góður við mig og aðra. í gamla daga voru tónskáld höfðingjar. Einu sinni henti það Pál ísólfsson, - sem ekki var sérlega frumlegur og fór stundum óviljandi í smiðju til annarra - að láta frá sér lagstúf, sem líktist grunsamlega lagi eftir Þórarin Guðmundsson. Páll varð miður sín, þegar hann komst að þessu, hringdi í Þórarin og spurði hvort hann mætti nú samt ekki nota lagið. Og Þórarinn hnussaði, eins og hann var vanur, og sagði: „Það er alveg guðvelkomið, Páll minn, og ef þú getur notað fleira eftir mig þá mátt þú það gjarnan!“ Þessir herramenn voru höfðingjar og húmoristar, en ekki hagsmunaaðilar og lögkrókamenn. í vor er leið var frumflutt verk eftir mig í Erkitíð og á eftir sat ég fyrir svörum og tók þátt í umræðum. Fyrsta spurningin var þessi: hvað hefur þú gert til að aðlaga verk þín kröfum markaðarins? Svarið var: ekkert. Og þá vildu menn vita hvað ég hefði gert til að falla áheyrendum í geð. Og svar mitt var hið sama og áður: ekkert. Þetta vildu viðmælendur mínir ekki fallast á að gæti verið mögulegt; markaðurinn hlyti að ráða alltaf og allsstaðar, framboð og eftirspurn. Og byrjuðu að tala um Haydn gamla; hann hefði verið mjög háður Markaðin- um, hefði alltaf samið eftir pöntunum og þess vegna væri hann svona góður. Það er erfitt að rökræða við óupplýsta dellumakara. Ég hugsa um það eitt að gera góða tónsmíð, og geri það sem andinn blæs mér í brjóst. Ég get ekki tekið neitt meðaltal af smekk væntanlegra áheyrenda, ég veit ekki hvernig þeir eru, eða hverjir þeir eru og hvaða smekk þeir hafa. Mitt er að yrkja, ykkar að skilja sagði gamli Gröndal. Og ég held að vænlegra sé til árangurs að láta markaðinn elta sig, heldur en að reyna að elta hann. Ég reyni að einbeita mér og hlusta á raddir huga og hjarta úr innsta djúpi sálarinnar. Ekki á það sem utanaðkomandi aðilar æpa. Aðeins þannig held ég að unnt sé að ffemja heiðarlega listsköpun. Ég veit ekki hvernig góð tónlist á að vera nú á dögum. Alla vega er mér ókleift að lýsa því í orðum hér og nú. Víst mætti reyna en það er efni í aðra ritgerð. 36 TMM 1997:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.