Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 44
FRANCOIS RICARD að ljá skáldsögunum miklu sem skrifaðar voru á tékknesku svona djúpa merkingu og fegurð. Þetta er ef til vill það sem gerir þennan nýja skáldsagna- flokk svona nýstárlegan og spennandi: að koma sem mestri dýpt, fjölbreytni og margræðni fyrir í sem knöppustum texta, koma eins auðugri, ótæmandi, hnitmiðaðri merkingu fyrir í stuttri skáldsögu og hann hafði áður gert í þeim gríðarlegu frásagnarmaskínum sem síðustu „tékknesku" skáldsögur hans voru. Að þessu leyti er Óljós mörk meistaraverk. Á aðeins hundrað síðum, í sögu sem tengir einfaldleika og öflugan söguþráð við fjölmarga útúrdúra og „óvæntar uppákomur“ er lesandanum boðið, rétt eins og í Bókinni um hlátur og gleymsku eða í Óbærilegum léttleika tilverunnar, upp á hugleiðingu, þematískt ferðalag (eða gönguferð) sem er í orðsins fyllstu merkingu enda- laust. Tvær persónur veita okkur leiðsögn: Jean-Marc, og þó einkum Chantal sem nýtur athygli, samúðar og svo mikils af því sem ég vil kalla „frásagnarást“ að hún er systir mestu söguhetja Kundera eins og Tamínu, Sabínu, Agnesar og frú T. Nokkur viðfangsefni og þemaorð varða leið okkar, þau eru tekin upp aftur og aftur, dregin í efa, mátuð við þymsar kringumstæður, ýmsar persónur, allt þar til gildi þeirra og merkingarlög eru orðin svo margslungin og samtvinnuð að ekki er hægt að draga þau saman á einfaldan hátt. Þannig mynda þau sjálf, líkt og myndir í ljóði, einingar í nýju og mjög skáldsögulegu tungutaki sem er margrætt og algerlega óþýðanlegt. Þannig er því að sjálf- sögðu farið með þemað um sjálfskenndina1 sem ljær skáldsögunni nafn og er í miðju stjörnukerfis. Umhverfis það svífa fjölmörg önnur viðfangsefni sem jafnframt eru ýmsar tilvistarhliðar og umhugsunarefni þessa meginvið- fangsefnis: mannshvarf, augnaráðið, tvöfalt andlit, líkaminn, nafnið, dauð- inn. Sama má segja um leiðarstef eins og drauminn, leiðann, öskrið, munnvatnið, en einkum þó rauða litinn sem sífellt er að kvikna í lífi og vitund Chantal eins og dularfullt viðvörunarmerki. Annað athyglisvert sem tengir Óljós mörk og Með hægð er að frásögninni vindur stundum fram eins og í draumi. Strax í þeim verkum sem tilheyra tékkneska flokknum notaði Kundera gjarna þá tegund ffásagnar, sem höf- undur Listar skáldsögunnar telur raunar eina mestu uppgötvun nútíma- skáldsögunnar og rekur að mestu til Kafka. En yfirleitt voru draumkenndar frásagnir aðeins útúrdúr í „tékknesku" skáldsögunum og mörk draums og veruleika voru ljós. í Lífið er annars staðar voru kaflarnir um hina „draum- kenndu“ persónu Xaviers skýrt afmarkaðir ffá köflunum um hina „raun- verulegu“ persónu Jaromils. Sama er að segja um dvöl Tamínu á eyju barnanna í Bókinni utn hlátur og gleymsku, eða frásöginina um Goethe og Hemingway í Ódauðleikanum. 42 TMM 1997:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.