Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 46
FRANCOIS RICARD
Ef þetta rennsli frá veruleika til draums væri bara eintóm tæknibrella hefði
það takmarkað gildi. Það mikilvæga (og fallega) við það í Óljósum mörkum
er að það þjónar algerlega inntaki skáldsögunnar og gerir kleift að draga fram
það sem ekki væri hægt að gera á jafn skýran hátt í neinu öðru formi. Inntak
sögunnar, eða í það minnsta það sem mér virðist vera aðal merkingarmiðja
hennar allrar, er hið viðkvæma. Hið viðkvæma við sjálfskenndina, vissulega,
en einnig og það er jafnvel enn djúpstæðara, hið óbærilega viðkvæma - og
um leið hið óendanlega öfluga - við ástina.
Það má nefnilega lesa Óljós mörk, rétt eins og flest verka Kundera, sem
hugleiðingu um ástina. í bókinni notar hann á margan hátt svipaðan frá-
sagnarhátt og hann beitti í smásögunni „Ferðaleik", þriðju sögunni í Hlá-
legum ástum: karlmaður lætur í leikaraskap, og til að svara því sem hann hélt
vera þrá konunnar sem hann elskar, reyna á „þanþol“ ástarinnar. Þó er
reginmunur á „Ferðaleik“ og Óljósum mörkum: puttastelpan og félagi henn-
ar voru ung og óreynd, en elskendurnir Jean-Marc og Chantal hafa hins vegar
langa reynslu að baki. Chantal er á nokkuð óræðum aldri, en hún er fjórum
árum eldri en Jean-Marc sem er augljóslega ekkert unglamb lengur. Og hún
er komin á hið svokallaða breytingaskeið.
Chantal er með öðrum orðin miðaldra kona. Samband hennar við Jean-
Marc á að hennar dómi ekkert skylt við fyrstu ástina, sem er blind og ljóðræn.
Chantal er komin yfir á tímabil annarra ásta, ásta sem eru á vissan hátt
handan við eða við hliðina á ástinni. Hún leitar hvorki upphafningar né
alsælu, né heldur ofsafenginnar erótíkur sem myndi gera henni kleift að
brjótast út fyrir mörk eigin sjálfs. í návist Jean-Marc getur hún þvert á móti
verið hún sjálf í ró og næði, yfirveguð og kyrrlát. Þetta kemur einkar vel fram
í kafla á stað í bókinni rétt áður en málið með nafnlausu bréfin upphefst:
„Löngu síðar, þegar hún hafði skilið við mann sinn og verið í sambúð
með Jean-Marc í nokkur ár, var hún stödd með honum úti við sjó:
þau snæddu kvöldverð utandyra á viðarklæddri verönd sem skagaði
út í sjó; í minningunni var allt skjannahvitt þarna; trégólfið, borðin,
stólarnir, dúkarnir, allt var hvítt, lampaskermarnir voru hvítmálaðir
og lamparnir stöfuðu frá sér hvítri birtu upp í sumarhimininn, sem
enn var ekki orðinn svartur, og tunglið, sem einnig var hvítt, sló hvítri
slikju á allt umhverfis."3
Chantal fmnst þetta „hvítabað“ vera það andrúmsloft sem ríkir milli
hennar og Jean-Marc, sú mynd sem hún gerir sér af ást sinni á honum. En
það er einnig athyglisvert við þennan (draumkennda) kafla að hann gæti allt
eins verið tákn fyrir dauðann, eða í það minnsta stað handan tímans, þar
sem lífið hefði verið eins og afnumið: hvíti liturinn, þögnin, kyrrstaðan,
skíman ffá tunglinu. Hér virðast allir litir, allar hreyfingar, allar ástríður vera
44
TMM 1997:4