Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 48
FRANQOIS RICARD augnabliki, á þessari verönd, umvafin augnaráði Jean-Marcs, léttir þessu „stöðuga streði“ og Chantal slakar á í þeirri einu sjálfskennd sem hún gengst við. En þessi ljúfa hvíld er samt sem áður ákaflega viðkvæm. Chantal verður íyrir stöðugu áreiti sem getur raskað henni og eyðilagt hana. Algengasta áreitið er það sem líkami hennar veldur henni, draumar, roði, hitakóf sem hún hefur ímugust á vegna þess að það beygir hana undir það líf sem hún hefur sagt skilið við. En versta þrekraunin kemur frá sjálfum elskhuga hennar: sagan af bréfunum sem undirrituð eru C.D.B. Jean-Marc skildi ekki orð Chantal þegar hún sagði að karlmenn væru hættir að horfa á hana og ætlaði að gleðja hana með því að senda henni daðursbréf. En raunin verður sú að hann raskar viðkvæmu jafnvægi ástar þeirra með því að hvetja (jafnvel þvinga) Chantal til að halda sig við eina sjálfskennd og setja upp andlit sem hún vill ekkert með hafa lengur, andlit konu sem neitar að eldast og grípur dauðahaldi í augnaráð annarra til að fullvissa sig um að hún sé til og að hún sé falleg. Hún lítur á ástina sem stóra verönd baðaða í hvítri birtu, en hann þvingar hana til að ldæðast rauðu og kasta sér út í ævintýri sem eiga eftir að leiða hana fram á hengiflug eigin hvarfs, það er að segja missa sjónar á öllu því sem gerir hana að því sem hún er: höfnun heimsins og ástinni á Jean-Marc. Eina augnaráðið sem Chantal þarfnast, eina augnaráðið sem hún þekldr aftur sitt eigið raunverulega andlit í, er augnaráðið sem elskhugi hennar umvefur hana. Það augnaráð er hennar hús, afdrep, kuðungurinn utanum sjálfskennd hennar. Undir þessu augnaráði sleppur hún ffá öllum þeim augnaráðum sem njósna um hana, dæma hana, draga hana niður í líkamann einan. Ef fyrir kemur að hún stígi út úr geisla þessa verndandi augnaráðs, þá gengur hún öll úr skorðum, ófreskjurnar vaða uppi í henni, raunveruleikinn umhverfist, hún gleymir hvað hún heitir og sekkur í hyldýpi martraðarinnar. I lok smásögunnar „Ferðaleikur" öskrar unga stúlkan skelfingu lostin til vinar síns: „Ég er ég, ég er ég, ég er ég . . .“7 I lok Óljósra marka hrekkur Chantal upp úr Lundúnaævintýrinu og segir við Jean-Marc: „Ég ætla aldrei affur að líta af þér. Ég ætla að horfa stöðugt á þig.“8 Því ástin handan ástarinnar er þannig: tvær manneskjur sem líta ekki framar hvor af annarri, því báðar vita þær að í augnaráði hinnar er sjálfs- kennd hennar sjálfrar fólgin, geymd, að þetta viðkvæma augnaráð heldur þeim saman, myndar umhverfis þær hvíta verönd einsemdar þeirra og hamingju og ver þær gegn augnaráðum annars fólks. Friðrik Rafnsson þýddi 46 TMM 1997:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.