Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 60
Böðvar Guðmundsson
Að ljúga frá víða
Tilefni þessarar greinar er dulítið fyrirlestrarkorn eða erindi sem ég
flutti á aðalfundi Sögufélagsins 22. september 1997. Góðkunningi
minn, Svavar Sigmundsson dósent, bað mig að koma á fundinn og
segja virðulegum fundarmönnum eitthvað um heimildir og heimildanotkun
mína við samningu bókanna um Ólaf fíólín og hyski hans, Híbýli vindanna
og Lífsins tré, þegar búið væri að samþykkja reikninga og kjósa í stjórn.
Nokkrum dögum síðar gerðist svo það, að ritstjóri Tímarits Máls og
menningar falaðist eftir þessu spjalli mínu til birtingar. Ekki er ég viss um að
nokkur kunni að draga lærdóma af því sem ég hafði að segja, engu að síður
reyndist ég nógu hégómlegur til að slá til. En ég vil þó strax biðja væntanlega
lesendur að hafa það hugfast að hér var upphaflega um spjall að ræða en ekki
grein.
Ég tók það ráð að upphefja mitt mál á frægri tilvitnun í Njálu, þar sem
segir frá því að Kári Sölmundarson er kominn til Orkneyja eftir Njálsbrennu
og kemur óforvarandis til jarlsbæjarins í Hrossey. Þar var þá Gunnar Lamba-
son að skemmta með frásögn af Njálsbrennu:
Þetta var á jóladaginn sjálfan. Sigtryggur konungur spurði: „Hversu
þoldi Skarphéðinn í brennunni?" „Vel fyrst,“ segir Gunnar, „en þó
lauk svo að hann grét.“ Um allar sagnir hallaði hann mjög til og ló frá
víða.“
Sögukornið sem sagt er í bókunum tveimur, Híbýlum vindanna og Lífsins
tré, mun að öllum líkum teljast vera söguleg skáldsaga. Megi góðir sagnfræð-
ingar einhvern lærdóm draga af mínum vinnubrögðum, þá verður hann
kannski helstur sá að svona má ekki gera, skuli sannleikanum þjónað, því ég
fór að eins og Gunnar Lambason, hallaði til um flest og ló ffá víða.
Af því að hér er um að ræða einhvers konar skammhlaup milli bókmennta
og sagnfræði væri kannski ekki úr vegi að byrja á að athuga hvað fræðin segja
um sambandið þar á milli. En eins og góðum sagnfræðingum er ljóst umfram
58
TMM 1997:4