Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 61
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA annað fólk, þá hefur aðgreining þessa tvenns ekki alltaf verið skýr. Forðum tóku menn Hómer bókstaflega, enda fannst líka Trójuborg að lokum. Og Forðum trúðu feður því, og fleiri kannski öldin, að Gunnar hafi haugnum í haldið söng á kvöldin, segir í gamalli vísu og mun vera rétt. íslendingasögunum trúðu menn eins og nýju neti langt ffam á okkar öld og gott ef margir gera það ekki enn. Svo eru aftur á móti aðrir sem fmnst ekkert í þær varið úr því að þær eru ekki sannar. Og svo koma enn aðrir til og segja að þær séu einmitt svo merkilegar af því að þær séu heimilda- eða sögulegar bókmenntir. Á þessu tvennu gerir bókmenntafræðin mun. Greinir annars vegar í heimildaskáldsögu og hins vegar í sögulega skáldsögu. 1 Hugtökum og heitum í bókmenntafrœði sem út kom árið 1983 er þessum mun lýst svo: Heimildabókmenntir (d. dokumentarisme), Samheiti á bókmennta- legum verkum sem lýsa sannsögulegum viðburðum með því að nota heimildir beint, svo sem skjalagögn, vitnisburði, viðtöl o.s.frv. Með því er ekki átt við alþýðleg sagnfræðirit eða ævisögur, heldur framar öllu ífásagnir í skáldskaparformi og leikrit, þar sem höfundarnir skapa hvorki persónur né atburði, heldur eru bundnir af heimildum sínum; hins vegar velja þeir úr þeim og tengja þær saman svo að úr verður heildarmynd. Off getur því verið erfitt að draga skýr mörk milli heimildabókmennta og annarra bókmenntagreina, svo sem ferðalýsinga og frásagna blaðamanna (> fréttabcekur) annarsvegar, hinsvegar sögulegra skáldsagna og leikrita eða raunsærra samtíma- skáldverka... Síðar í uppsláttargreininni er gerð grein fýrir nokkrum höfundum og verk- um þeirra, td. Bandaríkjamanninum John Dos Passos og Dananum Thorkild Hansen, sem flestir hér þekkja fyrir bækurnar um landkönnuðinn Jens Munk, og einnig trílógíuna um þrælahald og þrælaflutninga Dana á 17. og 18. öld. Fyrir hana fékk hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á sínum tíma. Þá segir ennfremur í uppsláttargreininni í Hugtökum og heitum-. Á íslensku má nefna bækur eins og Haustskip eftir Björn Th. Björns- son (1975) og Yfirvaldið eftir Þorgeir Þorgeirsson (1973)... í uppsláttargreininni um sögulega skáldsögu stendur í sömu bók: TMM 1997:4 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.