Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 63
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA En hvort heldur var, þá er ég einnig handviss um að þeir löguðu persónur sínar að „lögmáli verksins“ alveg eins og höfundar síðari tíma, felldu úr eða bættu við eftir þörf til að gera söguna góða og skemmtilega, sköpuðu eina persónu úr mörgum, eða klufu eina persónu í fleiri. Sú keðja tilviljana sem stjórnar lífi manns og sumir kalla forlög og aðrir ýmist ógæfu eða hundaheppni og allt þar á milli, ýtti mér af stað með söguna um Ólaf fíólín árið 1990. Löngu áður hafði tilviljunin hagað því svo til að gamli Richard Beck var fluttur úr vetrarhörkunum og sumarbreyskjunni í Grand Forks í Norður-Dakota til mildara loftslags vestur við Kyrrahaf á Vancouvereyju til höfuðborgar Bresku Columbíu, sem ber nafn þeirrar sælu Bretadrottningar sem aldrei þurfti að horfa upp á hjónabandserjur barna sinna, Victoríu hinnar fyrstu með því nafni. í Victoríuborg er háskóli og honum ánafnaði gamli Richard Beck bókasafn sitt og húseign, og skyldi rentu af húseigninni varið til að fá íslenska fýrirlesara til háskólans eða að styrkja þar íslensk fræði og bönd á einhvern hátt. Síðsumars 1990 var ég svo vestur í Victoríuborg á vegum háskólans að segja til unglingum, þar voru þá þrjú námskeið í gangi sem próventa gamla mannsins stóð undir. Hverju námskeiði skyldi lokið á þann hátt að kennari flytti klukkutíma fyrirlestur um viðfangsefni námskeiðsins. Ég átti að tala um bókmenntir síðasta ára- tugar á íslandi, og sýnir kannski best hvað ég er óhæfur til að afmarka mig við efnið að ég byrjaði þennan áratug á árinu 874. Nú er ég afar lélegur tungumálamaður og það var því ekkert smáátak að berja saman svo langt mál á ensku. Mér þótti það líka alveg fráleitt að leggja á sig svo mikið erfiði og svo væri öllu lokið eftir klukkutíma lestur. Þá hafði tilviljunin hagað því svo, að vestur í Winnipeg var nýlega orðin prófessor í íslensku við University of Manitoba dönsk vinkona okkar hjónanna, Kirsten Wolf. Ég skrifaði því Kirsten þegar ég var langt kominn með að berja saman fýrirlesturinn, og spurði hana hvort ekki væri ráð að flytja hann í Winnipeg líka. Kirsten sendi mér svo flugmiða til Victoríuborgar svo ég gæti flogið til Winnipeg. Þar var ég svo í tvær nætur og tvo daga og sá þar með eigin augum í fýrsta sinn hóp afkomenda þeirra sem eitt sinn fluttu af Fróni vestur um haf. Þá rifjaðist það upp fyrir mér, að einn langafi minn og langamma fluttu til Winnipeg laust fýrir síðustu aldamót. Og þrjú systkini afa míns fluttust vestur. Einhvern veginn hafði ég aldrei hugsað neitt um þetta, jafnvel þótt faðir minn hafí haldið bréfaskiftum við föðursystur sína í Ameríku og tvær dætur hennar svo lengi sem öll lifðu. Og að til var á bernskuheimili mínu mikill bunki bréfa ffá langafa og langömmu og afkomendum þeirra. Þegar ég kom heim til mín frá Kanada safnaði ég þessum bréfum saman og hugðist lesa þau, en líklega hefði það nú aldrei orðið, hefði ég ekki um sama leyti TMM 1997:4 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.