Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 67
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA sem fóru síðsumars úr kaupavinnu norðan úr Húnavatnssýslu yfir Arnar- vatnsheiði og höfðu náttstað í svonefndum Hæðarsporði. Maðurinn hét Sigmundur Snorrason en kona hans Ingiríður. Hún ól barn þar um nóttina. Næsta dag fór kaupafólk framhjá tjaldi þeirra hjóna, sem þá voru komin í svefn eftir næturvökuna. Fólkið hélt leiðar sinnar og gætti þess ekkert, hvað um var að vera í tjaldi þeirra hjóna, en sumum sem í hópnum voru, heyrðist ungbarn gráta í tjaldinu, gáfú því samt engan gaum. Þegar að Kalmanstungu kom, barst þetta í tal með barnsgrát- inn. Þá bjó í Kalmanstungu Þuríður Þorsteinsdóttir, ekkja Árna Ein- arssonar, sem þar bjó. Hún var eyfirzk að ætt, skörungur mikill. Hún sendi þá sem skyndilegast norður á heiði, til þess að vita hið sanna í þessu máli. Fundu sendimenn Þuríðar hjónin þar með barnið í ráðaleysi. Reiddi þeim öllum vel af og komust klakklaust til byggða og við góða heilsu .. . Barn það, sem á heiðinni fæddist, var stúlka, sem Guðrún hét, systir hennar hét líka Guðrún. Voru þær í æsku aðgreindar með því að kalla þá Heiðar-Gunnu, sem á fjöllum var fædd. (Bls. 287) Hér má fólk sjá ljót dæmi þess hvernig höfundur „hallar til og lýgur frá.“ í minni sögu blandast báðar sögurnar saman, og barnið verður auk þess drengur og fær nafhið Ólafúr heiðarsveinn. Og af hverju skyldi hann nú heita „heiðarsveinn?" Jú, því orði stal ég nú frá Matthíasi Jochumssyni, og þykist vita fyrir víst að skáldið gamla hafi fýrir löngu fyrirgefið mér þann stuld. í Skugga-Sveini, sem til var á bernskuheimili mínu og ég lærði næstum utanað, syngur Ásta í raunum sínum, eftir að hún er orðin skotin í útilegu- manni: Brjóst mitt bifast trega, ég bið fýrir þann heiðarsveininn hýra sem hjartað mitt ann. Þegar ég var ungur maður las ég mér til mikillar ánægju og gagns rit dr. Barða Guðmundssonar. Þar lærði ég ma. um það hvernig Þorvarður Þórarinsson breytti og hliðraði nöfnum samtímamanna sinna þegar hann var að skrifa Njálu. Þess konar hliðrun, sjálfráð eða ósjálffáð, held ég að gerist mjög oft hjá höfúndi sem er að skrifa sögulega skáldsögu. Og get ég nefnt þess nokkur dæmi hjá sjálfum mér. Margumtalaður langafí minn var kallaður Jón söngur, því karlinn hafði mikla söngrödd, söng á samkomum, var eftirsóttur for- söngvari í kirkjum, hljómskær forsöngvari, eins og segir í vísunni. Barnabarn hans, Guðbjörg Le Tourneau í Kanada var á sínum tíma nokkuð þekkt TMM 1997:4 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.