Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 67
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA
sem fóru síðsumars úr kaupavinnu norðan úr Húnavatnssýslu yfir Arnar-
vatnsheiði og höfðu náttstað í svonefndum Hæðarsporði. Maðurinn hét
Sigmundur Snorrason en kona hans Ingiríður. Hún ól barn þar um nóttina.
Næsta dag fór kaupafólk framhjá tjaldi þeirra hjóna, sem þá voru
komin í svefn eftir næturvökuna. Fólkið hélt leiðar sinnar og gætti
þess ekkert, hvað um var að vera í tjaldi þeirra hjóna, en sumum sem
í hópnum voru, heyrðist ungbarn gráta í tjaldinu, gáfú því samt engan
gaum. Þegar að Kalmanstungu kom, barst þetta í tal með barnsgrát-
inn. Þá bjó í Kalmanstungu Þuríður Þorsteinsdóttir, ekkja Árna Ein-
arssonar, sem þar bjó. Hún var eyfirzk að ætt, skörungur mikill. Hún
sendi þá sem skyndilegast norður á heiði, til þess að vita hið sanna í
þessu máli. Fundu sendimenn Þuríðar hjónin þar með barnið í
ráðaleysi. Reiddi þeim öllum vel af og komust klakklaust til byggða
og við góða heilsu .. . Barn það, sem á heiðinni fæddist, var stúlka,
sem Guðrún hét, systir hennar hét líka Guðrún. Voru þær í æsku
aðgreindar með því að kalla þá Heiðar-Gunnu, sem á fjöllum var
fædd. (Bls. 287)
Hér má fólk sjá ljót dæmi þess hvernig höfundur „hallar til og lýgur frá.“ í
minni sögu blandast báðar sögurnar saman, og barnið verður auk þess
drengur og fær nafhið Ólafúr heiðarsveinn. Og af hverju skyldi hann nú heita
„heiðarsveinn?" Jú, því orði stal ég nú frá Matthíasi Jochumssyni, og þykist
vita fyrir víst að skáldið gamla hafi fýrir löngu fyrirgefið mér þann stuld. í
Skugga-Sveini, sem til var á bernskuheimili mínu og ég lærði næstum
utanað, syngur Ásta í raunum sínum, eftir að hún er orðin skotin í útilegu-
manni:
Brjóst mitt bifast trega,
ég bið fýrir þann
heiðarsveininn hýra
sem hjartað mitt ann.
Þegar ég var ungur maður las ég mér til mikillar ánægju og gagns rit dr. Barða
Guðmundssonar. Þar lærði ég ma. um það hvernig Þorvarður Þórarinsson
breytti og hliðraði nöfnum samtímamanna sinna þegar hann var að skrifa
Njálu. Þess konar hliðrun, sjálfráð eða ósjálffáð, held ég að gerist mjög oft
hjá höfúndi sem er að skrifa sögulega skáldsögu. Og get ég nefnt þess nokkur
dæmi hjá sjálfum mér. Margumtalaður langafí minn var kallaður Jón söngur,
því karlinn hafði mikla söngrödd, söng á samkomum, var eftirsóttur for-
söngvari í kirkjum, hljómskær forsöngvari, eins og segir í vísunni. Barnabarn
hans, Guðbjörg Le Tourneau í Kanada var á sínum tíma nokkuð þekkt
TMM 1997:4
65