Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 68
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
tónlistarnafn í Saskatchewan, stjórnaði ma. margverðlaunuðum drengjakór
þar vestra. Viðurnefnið söngur verður hjá mér fíólín. Og má mikið vera ef
yfirmeðvitund mín, eða undir-, sem ég veit ekki hvort ég hef, hefur ekki líka
hallað ffönsku ættarnafni tónlistarkonunnar í Sieglinde La Bas í stað Guð-
björg Le Tourneau?
Og af hverju lét ég Ólaf fá viðurnefhið fíólín í stað fiðla, eða fiðlunguri
Þegar ég var ungur drengur í uppsveitum Borgarfjarðar var stjúpa föður
míns enn á lífi og sagði mér margt frá liðnum dögum þar um slóðir. Hún
var mikil sjálfstæðiskona og líkaði ekki alltaf við stjórnmálaskoðanir stjúp-
sonar síns, þó ella væri afar kært með þeim. Einhverju sinni var það í æsku
minni að Halldór Laxness hafði verið í heimsókn. Þá sagði þessi góða kona
við mig einslega þar sem við vorum að taka upp kartöflur: „Ekkert skil ég í
hvernig hann Halldór er, eins og hann faðir hans spilaði vel á fíólín!“
Mér er nær að halda að þar hafi mín sálarkartafla tekið að spíra nafni Ólafs
fíólíns.
En áfram með nafngiftir og persónur. Langafi minn Jón söngur hokraði
á nokkrum hjáleigukotum. Sín síðustu tíu ár áður en Hvítársíðuhreppur
keypti undir hann farmiða aðra leiðina til Ameríku hélst hann við þar sem
hét Sudda. Og heitir enn. Nú er það ekki annað en ofurlítill grænn bali í
mýrlendi sem hallar norður að Hvítá í landi Reykholts.Ætli það sé ekki alveg
í takt við kenningar dr. Barða, að síðasti dvalarstaður Jóns söngs á íslandi,
Sudda, verður að síðasta dvalarstað Ólafs fíólins, Seyru, hjá mér?
Nokkurra persóna skal ég nú geta, sem eiga sér fyrirmyndir í veruleikan-
um.
Örlagasaga Elsabetar, síðari konu Ólafs fíólíns, á sér fyrirmynd, sem
trúlega margir Borgfirðingar þekkja. Guðrún hét kona í Borgarfirði, sem lifði
fram á mína daga, lést í ársbyrjun 1943. Um hana og hennar mál hefur
margfróður bóndi í Hvítársíðu, Magnús Sigurðsson á Gilsbakka, skrifað
ágæta samantekt. Guðrún þessi var föðursystir Jóns Helgasonar prófessors í
Kaupmannahöfn, ef einhver hefði gaman af ættfræði. Hún eignaðist þrjár
dætur í meinum með stjúpföður sínum og fóru bæði í tukthús að lokum. En
hjónaband Elsabetar og Ólafs fíólíns er uppspuni minn. Ástir Guðrúnar og
Jóns söngs voru aldrei neinar, hins vegar kemur það fram í heimildum
varðandi barnsfaðernismál Guðrúnar, að stjúpfaðir hennar reyndi að fá Jón
söng, langafa minn, til að meðganga eina dótturina. En það náði aldrei
lengra.
Þá á Ólafur heiðarsveinn sér fyrirmyndir. Þrá hans eftir tónlist er svo mikil
að hann teiknar sér hljómborð ungur maður og æfir sig á það hvenær sem
færi gefst. Eiginlegt hljóðfæri eignast hann ekki fyrr en hann er orðinn
örkumlamaður eftir að annar fótur hans hefur verið tekinn af fyrir ofan hné.
66
TMM 1997:4