Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 68
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON tónlistarnafn í Saskatchewan, stjórnaði ma. margverðlaunuðum drengjakór þar vestra. Viðurnefnið söngur verður hjá mér fíólín. Og má mikið vera ef yfirmeðvitund mín, eða undir-, sem ég veit ekki hvort ég hef, hefur ekki líka hallað ffönsku ættarnafni tónlistarkonunnar í Sieglinde La Bas í stað Guð- björg Le Tourneau? Og af hverju lét ég Ólaf fá viðurnefhið fíólín í stað fiðla, eða fiðlunguri Þegar ég var ungur drengur í uppsveitum Borgarfjarðar var stjúpa föður míns enn á lífi og sagði mér margt frá liðnum dögum þar um slóðir. Hún var mikil sjálfstæðiskona og líkaði ekki alltaf við stjórnmálaskoðanir stjúp- sonar síns, þó ella væri afar kært með þeim. Einhverju sinni var það í æsku minni að Halldór Laxness hafði verið í heimsókn. Þá sagði þessi góða kona við mig einslega þar sem við vorum að taka upp kartöflur: „Ekkert skil ég í hvernig hann Halldór er, eins og hann faðir hans spilaði vel á fíólín!“ Mér er nær að halda að þar hafi mín sálarkartafla tekið að spíra nafni Ólafs fíólíns. En áfram með nafngiftir og persónur. Langafi minn Jón söngur hokraði á nokkrum hjáleigukotum. Sín síðustu tíu ár áður en Hvítársíðuhreppur keypti undir hann farmiða aðra leiðina til Ameríku hélst hann við þar sem hét Sudda. Og heitir enn. Nú er það ekki annað en ofurlítill grænn bali í mýrlendi sem hallar norður að Hvítá í landi Reykholts.Ætli það sé ekki alveg í takt við kenningar dr. Barða, að síðasti dvalarstaður Jóns söngs á íslandi, Sudda, verður að síðasta dvalarstað Ólafs fíólins, Seyru, hjá mér? Nokkurra persóna skal ég nú geta, sem eiga sér fyrirmyndir í veruleikan- um. Örlagasaga Elsabetar, síðari konu Ólafs fíólíns, á sér fyrirmynd, sem trúlega margir Borgfirðingar þekkja. Guðrún hét kona í Borgarfirði, sem lifði fram á mína daga, lést í ársbyrjun 1943. Um hana og hennar mál hefur margfróður bóndi í Hvítársíðu, Magnús Sigurðsson á Gilsbakka, skrifað ágæta samantekt. Guðrún þessi var föðursystir Jóns Helgasonar prófessors í Kaupmannahöfn, ef einhver hefði gaman af ættfræði. Hún eignaðist þrjár dætur í meinum með stjúpföður sínum og fóru bæði í tukthús að lokum. En hjónaband Elsabetar og Ólafs fíólíns er uppspuni minn. Ástir Guðrúnar og Jóns söngs voru aldrei neinar, hins vegar kemur það fram í heimildum varðandi barnsfaðernismál Guðrúnar, að stjúpfaðir hennar reyndi að fá Jón söng, langafa minn, til að meðganga eina dótturina. En það náði aldrei lengra. Þá á Ólafur heiðarsveinn sér fyrirmyndir. Þrá hans eftir tónlist er svo mikil að hann teiknar sér hljómborð ungur maður og æfir sig á það hvenær sem færi gefst. Eiginlegt hljóðfæri eignast hann ekki fyrr en hann er orðinn örkumlamaður eftir að annar fótur hans hefur verið tekinn af fyrir ofan hné. 66 TMM 1997:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.