Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Page 69
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA Ein fyrirmynd hans er síðasti fiakkari í Borgarfirði, sem hét Markús og lifði fram á mína daga. Hann var svolítið skrýtinn, en vænsti maður og var víða í vistum en tolldi hvergi. Hann hafði ógurleg hljóð í barka og söng mikinn. Væri til orgel á þeim bæjum þar sem hann kom þá hafði hann gaman af að grípa í það og syngja fyrir heimafólk, en væri ekki til neitt hljóðfæri þá hafði hann gjarnan meðferðis teikningu af hljómborði og lékþá á hana undir söng sinn. Það þótti mörgum jafnvel enn betri skemmtan en þegar hann komst í hljóðfæri. önnur fyrirmynd Ólafs heiðarsveins kynni að vera þingeysk. Á fyrstu áratugum þessarar aldar bjuggu á Mýri í Bárðardal hjónin Aðalbjörg Jónsdóttir og Jón Karlsson. Það var mikið tónlistarheimili á þeirrar tíðar mælikvarða og Jón Karlsson lék á orgel í kirkjum Bárðdælinga. I byrjun frostavetursins mikla 1917, veiktist hann af fótarmeini og nágrannar hans brutust með hann á sleða fárveikan í vetrarhörkum og ófærð ff á ffemsta bæ í Bárðardal niður að Stórulaugum, þar sem læknarnir frá Breiðumýri og Húsavík tóku af honum fótinn. Um þá svaðilför og alla atburði skrifaði sonur hans, Páll H. Jónsson, í Árbók Þingeyinga 1988. Nokkrir hafa spurt mig hvort sagan um Moses Taylor eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum. Og víst á hún það. Sagan öll um dvöl íslendinganna í Kinmount byggir á raunverulegum atburðum, einnig um aðdragandann að stofnun íslensku nýlendunnar við Winnipegvatnið. Maður af enskum ættum, baptisti að trú og fæddur á eyjunni Barbados hét John Taylor. Af enn óútskýrðum ástæðum fékk hann trúarlega köllun til að gerast fyrirliði þeirra íslendinga í Kanada sem fóru haustið 1875 vestur til óbyggðanna í Keewatin til að stofna Nýja ísland. Og það er einnig satt að hann átti kunningja og vini í stjórnardeildum í Ottawa, sem leyfðu, fyrir hans orð, Islendingunum ýmislegt, sem aðrir ekki fengu. Víst hét hann John að skírnarnafni, en Islendingarnir sem voru með í ferðinni löngu frá Toronto tO Nýja íslands haustið 1875 kölluðu hann sín á milli í gríni Móses. Ég hlustaði á útvarpsþátt í vetur er leið þar sem nokkrir ágætir bók- menntafræðingar voru að ræða um nokkrar nýjar skáldsögur, ma. sögukorn- ið mitt. Þar benti einn bókmenntafræðingurinn á það sem nýjung í efnismeðferð og persónusköpun, að láta persónur heita í höfuðið á frægum filmstjörnum. Kona Moses Taylors í sögukorninu mínu heitir nefnilega Elizabeth Taylor. En þar var ég svo sannarlega lofaður fýrir lítið, því hug- myndaflug mitt og nýsköpunarhæfni náði ekki lengra en það að ég lét eiginkonu Moses Taylors í sögunni heita nákvæmlega sama nafni og eigin- kona John Taylors bar í raun og veru. Hún hét nefnilega Elizabeth og góðkunningjar hennar kölluðu hana Liz! Ég reikna með að flestir þeir sem eitthvað þekkja til sögu íslendinga í Vesturheimi hafi snemma komið auga á fýrirmyndir þeirra kumpána sem TMM 1997:4 67
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.