Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 69
AÐ LJÚGA FRÁ VÍÐA
Ein fyrirmynd hans er síðasti fiakkari í Borgarfirði, sem hét Markús og lifði
fram á mína daga. Hann var svolítið skrýtinn, en vænsti maður og var víða
í vistum en tolldi hvergi. Hann hafði ógurleg hljóð í barka og söng mikinn.
Væri til orgel á þeim bæjum þar sem hann kom þá hafði hann gaman af að
grípa í það og syngja fyrir heimafólk, en væri ekki til neitt hljóðfæri þá hafði
hann gjarnan meðferðis teikningu af hljómborði og lékþá á hana undir söng
sinn. Það þótti mörgum jafnvel enn betri skemmtan en þegar hann komst í
hljóðfæri. önnur fyrirmynd Ólafs heiðarsveins kynni að vera þingeysk. Á
fyrstu áratugum þessarar aldar bjuggu á Mýri í Bárðardal hjónin Aðalbjörg
Jónsdóttir og Jón Karlsson. Það var mikið tónlistarheimili á þeirrar tíðar
mælikvarða og Jón Karlsson lék á orgel í kirkjum Bárðdælinga. I byrjun
frostavetursins mikla 1917, veiktist hann af fótarmeini og nágrannar hans
brutust með hann á sleða fárveikan í vetrarhörkum og ófærð ff á ffemsta bæ
í Bárðardal niður að Stórulaugum, þar sem læknarnir frá Breiðumýri og
Húsavík tóku af honum fótinn. Um þá svaðilför og alla atburði skrifaði sonur
hans, Páll H. Jónsson, í Árbók Þingeyinga 1988.
Nokkrir hafa spurt mig hvort sagan um Moses Taylor eigi sér einhverja
stoð í raunveruleikanum. Og víst á hún það. Sagan öll um dvöl íslendinganna
í Kinmount byggir á raunverulegum atburðum, einnig um aðdragandann
að stofnun íslensku nýlendunnar við Winnipegvatnið. Maður af enskum
ættum, baptisti að trú og fæddur á eyjunni Barbados hét John Taylor. Af enn
óútskýrðum ástæðum fékk hann trúarlega köllun til að gerast fyrirliði þeirra
íslendinga í Kanada sem fóru haustið 1875 vestur til óbyggðanna í Keewatin
til að stofna Nýja ísland. Og það er einnig satt að hann átti kunningja og vini
í stjórnardeildum í Ottawa, sem leyfðu, fyrir hans orð, Islendingunum
ýmislegt, sem aðrir ekki fengu. Víst hét hann John að skírnarnafni, en
Islendingarnir sem voru með í ferðinni löngu frá Toronto tO Nýja íslands
haustið 1875 kölluðu hann sín á milli í gríni Móses.
Ég hlustaði á útvarpsþátt í vetur er leið þar sem nokkrir ágætir bók-
menntafræðingar voru að ræða um nokkrar nýjar skáldsögur, ma. sögukorn-
ið mitt. Þar benti einn bókmenntafræðingurinn á það sem nýjung í
efnismeðferð og persónusköpun, að láta persónur heita í höfuðið á frægum
filmstjörnum. Kona Moses Taylors í sögukorninu mínu heitir nefnilega
Elizabeth Taylor. En þar var ég svo sannarlega lofaður fýrir lítið, því hug-
myndaflug mitt og nýsköpunarhæfni náði ekki lengra en það að ég lét
eiginkonu Moses Taylors í sögunni heita nákvæmlega sama nafni og eigin-
kona John Taylors bar í raun og veru. Hún hét nefnilega Elizabeth og
góðkunningjar hennar kölluðu hana Liz!
Ég reikna með að flestir þeir sem eitthvað þekkja til sögu íslendinga í
Vesturheimi hafi snemma komið auga á fýrirmyndir þeirra kumpána sem
TMM 1997:4
67