Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Qupperneq 70
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
hæst hafa um stofnun íslensku nýlendunnar, þeir sem hjá mér heita Jón
Kolfreyr og Sighvatur Þingmann. Jón Kolfreyr er ákafur stuðningsmaður
þess að allri íslendingar flytji til Alaska og fái það til einkanota. Um Jón
Ólafsson og Alaskaför hans hefur Hjörtur Pálsson skrifað ágæta bók, og ætli
það hafi ekki ráði nafni Alaskaagentsins hjá mér, að Jón var fæddur á
Kolfreyjustað.
Og svo er það Sighvatur Þingmann. Ég var í vor er leið nokkra daga í
Manitoba. Á Gimili var ráðstefna á vegum íslendingafélagsins og íslensku-
deildar Manitobaháskólans og þangað kom fólk víða að sem áhuga hefur á
sögu Vesturíslendinga. Þar hitti ég elskuleg íslensk hjón komin langt sunnan
úr Bandaríkjum, en þaðan liggur beinn og breiður vegur yfir gresjuna í Suður
- og Norður-Dakota yfir línuna hjá Pembína og svo áfram Pembina-High-
way til Winnipeg. Til marks um það hvað þetta er löng leið, sögðu þau mér,
að þau hefðu þá nýlega verið búin að fá sögukornið mitt og hefðu þau skipst
á um að aka og lesa hátt og voru nýbyrjuð á síðari bókinni þegar þau náðu
til Gimli. Tilviljunin hagaði því svo til að ég var staddur með þessum hjónum
á byggðasafni Gimlibúa, sem nú er komið í nýtt húsnæði í gamla barnaskól-
anum, sem áhugasamt fólk hefur reist úr rústum í sjálfboðavinnu. Þar hékk
að sjálfsögðu á vegg stór og mikil mynd af Sigtryggi Jónassyni, fylkisþing-
manni og framámanni íslendinga. „Þarna höfum við svo Sighvat Þing-
mann,“ sagði þessi elskulegi maður og benti mér á myndina.
Og ekki gat ég neitað því.
Og þannig mætti lengi telja. Ýmsir hafa spurt mig um Jens Duffrín, og í
einlægni sagt, þá á hann sér tvær fyrirmyndir helstar. Fyrir mörgum árum
las ég grein eftir Sigurð Nordal um íslenska konu vestanhafs sem var sýning-
argripur í trúðleikhúsi þar og sýnd sem eskimói. Hún hlaut fýrir vikið
stranga dóma landa sinna. Að vonum hafði Sigurður Nordal allt annan og
mildari skilning á örlögum hennar. Hún er að hluta til bak við Jens Duffrín.
Hinn hluti hans er afabróðir minn, sem var um árabil götusópari í Winnipeg
og endaði sína ævi hjá góðu fólki á elliheimilinu Bethel á Gimli. Hann kunni
hvorki að lesa né skrifa og fé festist ekki við hann, hann var sólginn í að horfa
á kvikmyndir og að láta taka af sér ljósmyndir. Sextán ára gamall komst hann
undir verndarvæng The Good Templars í Winnipeg og þar átti hann jafnan
athvarf á hverju sem gekk.
Vafalaust mætti nú finna einhverjar fleiri fýrirmyndir persóna, en ég veit
ekki hvað það er í sjálfu sér áhugavert. Ég heyrði margar sögur af fólki í mínu
ungdæmi, sögur af skrýtnu fólki, góðu fólki, mislyndu fólki og alls kyns fólki,
og af þeim brunni eys ég auðvitað bæði meðvitað og ómeðvitað. Og jafnvel
þótt höfundur sé að skrifa um löngu liðinn tíma, þá hlýtur hann alltaf að
vera að blanda eigin reynslu í frásögn sína. Julia Kristeva heldur því fram i
68
TMM 1997:4