Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 72
Helgi Hálfdanarson Athugasemdir um nokkur atriði í leikritum Shakespeares 1 inngangi að þýðingu minni á leikritum Shakespeares, 1. bindi, AB /1982, stendur þessi klausa: „Það liggur í hlutarins eðli, að allt sem hér er sagt um söguleg atriði, og flestallt sem fram kemur í skýringum og öðrum athugasemdum, hefur þýðandi sótt í ýmsar áttir, þýtt það eða endursagt. En þar sem útgáfa þessi er á engan hátt fræðileg, er ekki reynt að lauma á hana neinskonar fræðilegu yfirbragði, svosem með því að telja fram heim- ildir þegar þess væri kostur. Það verður ekki gert, og þess þá ekki heldur getið, þá sjaldan þýðandi smyglar þar inn sínum eigin hugleið- ingum, sem e.t.v. mætti þá ætla að ættu sér ótilgreinda erlenda fræði- menn að bakjarli, enda þótt svo sé ekki.“ Þrátt fyrir ummæli þessi var í lok 8. bindis (lokabindis) birt skrá yfir þær athugasemdir sem þýðandi verður að játa á sig. Síðar talaðist svo til með þýðanda og útgefanda, að þýðandi tæki saman þessar athugasemdir sínar á einum stað, svo gleggra væri hvernig hvaðeina er til komið. Fylgt skyldi röð leikritanna í heildarútgáfunni, AB/MM 1982-91, og atriðum raðað svo sem þau koma fyrir í hverju leikriti. Línutalning er þar hin sama og í ensku heildarútgáfunni The New Shakespeare, Cambridge University Press 1948- 66, á þann hátt sem ffá er greint í inngangi 1. bindis þýðingarinnar. Vísað er til þáttar, sviðs og línu. Ártal fyrstu birtingar fýlgir hverri athugasemd, og er þá stundum vísað til fyrri útgáfu. H.H. Ríkarður annar (King Richard II) 3.2.71. „tólfþúsund menn“. Samkvæmt heimildum var um að ræða fjörutíu þúsund menn. En Shakespeare tók lítið mark á slíkum tölum; og þarna lét hann bragformið ráða tölunni, sem sex ljóðlínum síðar er orðin tuttugu þúsund. Hann valdi þá hæstu tölu sem aðeins var eitt atkvæði. (1982) 70 TMM 1997:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.