Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 72
Helgi Hálfdanarson
Athugasemdir
um nokkur atriði í leikritum Shakespeares
1 inngangi að þýðingu minni á leikritum Shakespeares, 1. bindi, AB /1982,
stendur þessi klausa:
„Það liggur í hlutarins eðli, að allt sem hér er sagt um söguleg atriði,
og flestallt sem fram kemur í skýringum og öðrum athugasemdum,
hefur þýðandi sótt í ýmsar áttir, þýtt það eða endursagt. En þar sem
útgáfa þessi er á engan hátt fræðileg, er ekki reynt að lauma á hana
neinskonar fræðilegu yfirbragði, svosem með því að telja fram heim-
ildir þegar þess væri kostur. Það verður ekki gert, og þess þá ekki
heldur getið, þá sjaldan þýðandi smyglar þar inn sínum eigin hugleið-
ingum, sem e.t.v. mætti þá ætla að ættu sér ótilgreinda erlenda fræði-
menn að bakjarli, enda þótt svo sé ekki.“
Þrátt fyrir ummæli þessi var í lok 8. bindis (lokabindis) birt skrá yfir þær
athugasemdir sem þýðandi verður að játa á sig. Síðar talaðist svo til með
þýðanda og útgefanda, að þýðandi tæki saman þessar athugasemdir sínar á
einum stað, svo gleggra væri hvernig hvaðeina er til komið. Fylgt skyldi röð
leikritanna í heildarútgáfunni, AB/MM 1982-91, og atriðum raðað svo sem
þau koma fyrir í hverju leikriti. Línutalning er þar hin sama og í ensku
heildarútgáfunni The New Shakespeare, Cambridge University Press 1948-
66, á þann hátt sem ffá er greint í inngangi 1. bindis þýðingarinnar. Vísað er
til þáttar, sviðs og línu. Ártal fyrstu birtingar fýlgir hverri athugasemd, og er
þá stundum vísað til fyrri útgáfu.
H.H.
Ríkarður annar (King Richard II)
3.2.71. „tólfþúsund menn“. Samkvæmt heimildum var um að ræða fjörutíu
þúsund menn. En Shakespeare tók lítið mark á slíkum tölum; og þarna
lét hann bragformið ráða tölunni, sem sex ljóðlínum síðar er orðin
tuttugu þúsund. Hann valdi þá hæstu tölu sem aðeins var eitt atkvæði.
(1982)
70
TMM 1997:4